Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 20
Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Úr jakkafötunum í jogginggallann Ingi Torfi og Linda Rakel eru búin að leggja jakkafötin á hilluna. MYNDIR/AÐSENDAR Þ að var í mars í fyrra, þegar COVID -far-aldurinn var kominn á flug hér á landi, að Ingi Torfi Sverrisson og kærasta hans, Linda Rakel Jónsdóttir, ákváðu að skipta alfarið um gír. Þau voru bæði í góðu starfi sem viðskiptafræðingar en ákváðu að stofna sitt eigið fyrirtæki, ITS Transform- ation, sem aðstoðar fólk við að ná markmiðum sínum með breyttu mataræði. Ingi ræddi við blaðamann um þessa örlagaríku kúvend- ingu og macros-aðferðina sem hefur skilað viðskiptavinum hans ótrúlegum árangri og verið þeim heilmikill skóli. Matarbókhald M ac r o s - a ðfer ð i n , e ð a makrósu mataræðið, byggir á því að vigta og skrá allt sem þú lætur ofan í þig til að tryggja að þú sért að fá þá næringu sem þú þarft í réttum hlutföllum. „Með að- ferðinni sérðu hvað þú ert að borða, hvort og þá hvað þú ert að gera vitlaust og þú getur þá bætt úr því.“ Að skrá macros getur verið þó nokkur handavinna, en vikta þarf matinn og skrá hann niður í til dæmis smáfor- rit á borð við MyFitness Pal. „Þetta er smá vinna og púsluspil, en vinna sem skilar miklu til baka. Við viljum öll ná árangri og leggja fram vinnuna en oft erum við ekki að fara rétt að hlutunum, erum að borða of lítið, svelta okkur, fasta, drekka bara safa þegar í rauninni ættum við að borða mikið meira til að ná þeim árangri sem við stefnum að. Þetta lærir þú betur þegar þú tekur tímann og skráir það sem þú ert að borða. Síðan ef þú vilt hætta að nota þessa aðferð, eftir kannski tvo, þrjá mánuði, þá býrðu samt að því að hafa mikið betri þekk- ingu á því hvernig næring er í mat og ert ekki að sveiflast í þyngd eins og jójó. Þú veist mikið meira um mat og að þú getur kannski leyft þér pítsu á föstudagskvöldi en kannski ekki pítsu, nammi og bjór.“ Aðferðin byggir ekki á því að banna neinn mat, að- eins að auka meðvitund um hvaða næring er í matnum og hversu mikið við þurfum af honum. „Ef þú fylgist ekki með heimilisbókhaldi þínu þá get- ur þú lent í því að fara yfir á reikningnum. Eins getur þú verið útsjónarsamur og lagt til hliðar til að eiga fyrir ein- hverju sem þig langar, utan- landsferðinni eða nýjum bíl. Þetta er eins með mataræð- ið.“ Ingi Torfi og Linda Rakel ákváðu að umturna lífi sínu í mars í fyrra, þrátt fyrir góð og örugg störf í heims- faraldri. Þau sjá ekki eftir þeirri ákvörðun. Tölur ljúga ekki „Þetta er bara útsjónarsemi og tölur. Tölur ljúga ekki – þetta er setningin okkar. Þú ert að vinna með tölur og staðreyndir og þú skráir þínar tölur til að auka með- vitundina og tilfinninguna fyrir því hvað þú lætur ofan í þig. Það er hægt að leyfa sér allan mat, þó að við Linda hvetjum fólk vissulega til að velja holla fæðu. En ástæðan fyrir því að fólk endist í þessum lífsstíl er sú að það er rými fyrir alla fæðu, þetta snýst ekki um að útiloka mat heldur að læra um hann. Þú getur fengið þér það sem þér finnst gott, steik og bernaise- sósu, með því að vera útsjón- arsamur.“ Macros byggir á næringunni sjálfri en ekki boðum og bönn- um. Til að mynda er ekki farið þá leið að forðast sykur eins og heitan eldinn, líkt og margt tísku-mataræði gerir í dag. „Það tekur enginn sykur út allt lífið. Við viljum hafa sykur í lífinu að einhverju leyti. Við erum ekki megr- unarráðgjöf. Við erum ekki að segja fólki hvað það á að borða. Lærdómurinn felst í því að hver og einn byggir sitt mataræði út frá sjálfum sér og sínum þörfum. Þetta snýst um að einstaklingurinn ákveður hvað hann lætur ofan í sig og hann ber ábyrgð á sinni neyslu. Þetta er frjáls aðferð en þú þarft að gæta að ákveðnum tölum. Þetta er rammi fyrir fólk til að miða við.“ Algengt að fólk borði of lítið Kostirnir við macros-aðferð- ina eru fjölmargir. Þau geta hjálpað fólki að ná enn betri árangri í hreyfingu og heilsu og aukið orku. „Þetta hefur sýnt sig og sannað hjá okkur, íþrótta- fólk hefur komið til okkar úr fremstu röðum í sínum íþrótt- um en náð enn betri árangri því oft hefur mataræði þess ekki hentað metnaði þess í íþróttum. Ég hef æft rosalega mikið, CrossFit, í mörg ár. Það var ekki fyrr en ég fór að skrá macros sem ég fann virki- legan mun og fékk betur út- borgað fyrir mína vinnu.“ Ingi segir fólk sem leitar til hans gjarnan komast að því að það hafi hreinlega ekki verið að innbyrða næga nær- ingu. „Merkilegt líka er að það er rosalega algengt að fólk er að borða alltof lítið. Það er al- gengt að fólk sem byrjar hjá okkur hafi samband og spyrji: Hvernig á ég eiginlega að ná að borða allan þennan mat?“ Eins getur aukin meðvitund fyrir næringu í gegnum mac- ros leitt til þess að fólk létt- ist, en þetta er engin skyndi- lausn. „Þetta gerist ekkert á ógnarhraða heldur á réttum hraða.“ Pepp-camp en ekki bootcamp Það er þó ekki bara macros- aðferðin sem Ingi og Linda leggja áherslu á heldur einnig andlegi þátturinn. „Við látum líka fólk gera verkefni sem lúta að hugar- fari. Sjálfstraust, þakklæti, hrós, jákvæðni – þetta er allt inni í aðferðafræðinni hjá okkur. Við viljum að fólk hugsi inn á við, þetta er ekki bara 20 FÓKUS 26. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.