Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 38
38 SPORT 433 Atvinnumenn í knatt-spyrnu gera lítið annað en að æfa eða spila fót- bolta og hugsa um heilsuna á meðan ferillinn er í gangi. Allt annað sem getur skaðað heilsu leikmanna er í raun og veru bannað, oftar en ekki er knattspyrnumönnum bannað að skella sér á skíði eða keyra mótorhjól. Hættan sem fylgir slíku getur bundið enda á feril leikmanns og er hann stuttur fyrir. Golf er sú íþrótt sem atvinnumenn í knattspyrnu stunda hvað mest en þegar skórnir fara upp í hillu eru margir sem reyna fyrir sér á öðrum vettvangi. Áhugamálin sem setið hafa á hakanum fá þá að njóta sín í botn. n FJÖLHÆFIR FÓTBOLTA- MENN Kappakstur, hestaíþróttir og glíma eru meðal þess sem fremstu knatt- spyrnumenn heims hafa tekið sér fyrir hendur þegar fótboltaferlinum lýkur. Allt fyrir spennuna. Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is 26. FEBRÚAR 2021 DV PETR CECH Þessi stóri og stæðilegi markvörður átti frábæran feril með Chelsea og fleiri liðum. Áður en hann varð atvinnumaður í fótbolta var Cech duglegur að æfa íshokkí í Tékklandi. Þegar ferillinn sem knattspyrnumaður tók enda ákvað Cech að snúa sér aftur að þeirri ástríðu. Árið 2019 samdi Cech við Guildford Phoenix og lék sem markvörður fyrir félagið. „Eftir 20 ár sem knattspyrnumaður er þetta frábær upplifun, þetta er leikurinn sem ég elskaði að horfa á og spila sem krakki,” sagði Cech sem var maður leiks­ ins í sínum fyrsta leik. PAOLO MALDINI Einn merkasti knattspyrnumaður í sögu Ítalíu er Paolo Maldini, þessi magnaði varnarmaður lék 25 ár með aðalliði AC Milan. Hann lagði skóna á hilluna árið 2009 41 árs gamall. Maldini lék 126 leiki fyrir Ítalíu en þegar ferlinum lauk vant­ aði hann nýtt áhugamál. Mald ini fór á fullt að æfa tennis sem er að margra mati erfiðasta íþrótt í heimi, hann var strax nokkuð góður og komst inn á atvinnu­ mannamót árið 2017. Hann keppti þá í tvíliðaleik á sterku móti á Ítalíu, mótið endaði illa og töpuðu Maldini og félagi hans í fyrsta leik. JERZY DUDEK Pólski markvörðurinn gerði garð­ inn frægan og vann meðal annars Meistaradeildina með Liverpool árið 2015. Eftir frábæran feril fór Dudek að sinna áhugamáli sínu og keppa í kappakstri. Dudek gat lítið sinnt áhugamálinu þegar hann var leikmaður, enda illa séð að atvinnumenn í knattspyrnu komi sér í slíkar hættu. „Það hefur alltaf verið ástríða mín að keppa í kappakstri. Ég saknaði spennunn­ ar frá því að ég var í fótboltanum. Núna er ég að einbeita mér að bílum og mismunandi brautum, þetta er ljúft líf,” sagði Dudek. BIXENTE LIZARAZU Þessi fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður FC Bay­ ern náði frábærum árangri sem knattspyrnumaður. Hann varð heimsmeistari með Frökkum árið 1998 og vann Evrópumótið með liðinu tveimur árum síðar. Lizarazu lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2006 en var þó ekki hættur afskiptum af íþróttum. Hann snéri sér að Jiu­Jitsu og þótti ansi lipur í þeirri bardagaíþrótt. Hann vann til verðlauna árið 2009 í European Blue Belt Senior 1. deildinni. ERIC CANTONA Goðsögnin hjá Manchester United hætti frekar snemma í boltanum, eftir að hafa komið United aftur í hóp þeirra bestu ákvað Cantona að hætta árið 1997 en þá var hann aðeins 31 árs gamall. Hann hætti sem atvinnumaður í fótbolta en fór að spila fyrir franska landsliðið í strandfótbolta. Cantona þótti lip­ ur á sandinum og gerði það gott, hann varð síðar þjálfari liðsins og gerði liðið að heimsmeisturum í strandfótbolta árið 2005. TIM WIESE Þessi stóri og stæðilegi markvörður lék yfir 200 leiki í efstu deild í Þýskalandi með Werder Bremen. Hann var í leikmannahópi Þýskalands árið 2010 þegar liðið varð heimsmeistari. Frá því að hann lagði hanskana á hill­ una hefur Wise reynt að koma sér inn hjá WWE sem er glímukeppni þar sem mikið sjónarspil á sér stað. Wise hefur fengið að koma sem sérstakur gestur en hefur þó ekki náð að festa sig í sessi í þessu vinsæla sporti. GABRIEL BATISTUTA Markamaskínan frá Argentínu átti frábæran feril, hann raðaði inn mörkum á Ítalíu og stóð alltaf fyrir sínu með landsliðinu. Hann hætti í fótboltanum árið 2005 en ástin á hestum og póló togaði í hann. Hann spilaði póló reglulega og þótti nokkuð lunkinn í þessari íþrótt sem er sérstaklega vinsæl á meðal ríka fólksins. MYNDIR/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.