Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15DV 26. FEBRÚAR 2021 MYND/INSTAGRAM MYND/YOUTUBE á samfélagsmiðlum. Móðirin hafði deilt myndum og mynd- böndum af dóttur sinni til að vekja athygli á baráttu sinni við barnaverndarnefnd vegna barnsins. „Börn hafa rétt á friðhelgi einkalífsins eins og við hin og það er alvarlegt að það sé verið að setja allar þessar upplýsingar um börn, oft mjög viðkvæmar, eins og um líðan þeirra og greiningar. Þó að nöfn barnanna komi ekki fram, eins og þegar foreldri deilir einhverjum viðkvæm- um upplýsingum í lokuðum Facebook-hóp, þá er foreldrið að tala um þessa hluti undir nafni og auðvelt að rekja það til barnsins. Við þurfum að fara að fara miklu varlegar en við gerum. Það er búin að vera heilmikil umræða um þetta á síðustu árum, en það er meiri ástæða til þess núna en áður,“ segir Salvör. Markaðssett tekjulind Talið berst að því þegar börn eru notuð af foreldrum sínum í markaðslegum tilgangi. Eins og þegar foreldri fer í sam- starf með barnavörufyrirtæki og birtir myndir eða mynd- bönd af barninu með vörunum gegn greiðslu. Salvör segir að henni þykir það óviðeigandi. „Spurningin er þá, ef það er ekki hægt að höfða til dóm- greindar fólks og skilnings á réttindum barna, þá er mögu- legt að það þurfi að grípa til aðgerða eins og að setja lög,“ segir hún. „Foreldrar hafa rétt á að taka ákvarðanir hvað varðar hag barna, en það þýðir ekki að þeir hafi ótakmarkaðan rétt vegna þess að börnin eiga líka sjálfstæð réttindi. Þetta snýst um það. Þau hafa rétt á að friðhelgi þeirra sé virt. Með tilkomu samfélagsmiðla hafa komið upp ný álitaefni og foreldrar verða að axla ábyrgð sína og vernda börnin sín,“ segir Salvör og bætir við: „Svo má ekki gleyma að allar þessar myndir sem við erum að deila á Facebook og Instagram, þær eru í eigu erlendra fyrirtækja. Þú átt ekkert þessar myndir eftir að þú setur þær þarna inn og það hafa jafnvel allir aðgang að þeim. Barnið verður ber- skjaldað. Núna er að vaxa upp kynslóð sem hefur alist upp við þetta frá blautu barnsbeini og það er alveg gríðarlegt magn af myndum af börnum á sam- félagsmiðlum, og margar þeirra eiga ekkert erindi þang- að. Það eru ekki bara foreldrar sem deila myndum af börnum á samfélagsmiðlum, heldur líka ömmur og afar, og oft án nokkurrar umhugsunar og því þarf að breyta.“ n Viðmiðin eru hugsuð sem heilræði fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna, vegna umfjöllunar um börn á sam- félagsmiðlum. Í þeim er fjallað um sjónarmið sem gott er að hafa í huga þegar myndum og öðrum persónuupp- lýsingum um börn er deilt á samfélagsmiðlum. Foreldrar og aðrir aðstandendur barna eru sérstaklega hvattir til að hugsa sig um áður en færslum um börn er deilt á samfélagsmiðlum, með friðhelgi barnsins að leiðarljósi. Viðmiðin byggja á grunngildum Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. FRIÐHELGI Öll börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs, samkvæmt Barna- sáttmálanum og stjórnarskrá Íslands, rétt eins og full- orðnir – bæði innan heimilis og utan. Börn eiga rétt á að njóta friðhelgi um lífshætti sína og einkahagi. Það sama gildir um tilfinningalíf barna, tilfinningasambönd þeirra og trúnaðarsamskipti. SAMÞYKKI Mikilvægt er að fá samþykki hjá börnum áður en talað er um þau á samfélagsmiðlum eða birtar af þeim myndir, að teknu tilliti til aldurs þeirra og þroska. Hafa þarf í huga að börn kunna að hafa skoðun á umfjöllun um þau eða myndbirtingum af þeim, þrátt fyrir að vera ung að aldri og að taka ber tillit til skoðana þeirra. ÁBYRGÐ Foreldrar, forsjáraðilar og aðrir sem annast börn bera ábyrgð á velferð þeirra og eiga að vera meðvitaðir um mannréttindi barna. Allt sem birt er á netinu má finna síðar og getur haft áhrif á líf barnsins með ýmsum hætti. Er því mikilvægt að setja sig í spor barnsins og hugsa um hvaða áhrif myndir eða umfjallanir geta haft á barnið síðar. ÖRYGGI Hafa ber í huga að öryggi mynda á netinu verður aldrei fulltryggt. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að myndum eða umfjöllun verði dreift, jafnvel af lokuðum síðum. Einnig er áríðandi að upplýsingar um staðsetningu og GPS-hnit fylgi ekki myndum sem deilt er af börnum á samfélagsmiðlum þannig að óviðkomandi aðilum verði ekki kunnugt um staðsetningu þeirra. VIÐMIÐ VEGNA UMFJÖLLUNAR UM BÖRN Á SAMFÉLAGSMIÐLUM Börn hafa rétt á friðhelgi einkalífs- ins eins og við hin og það er alvarlegt að það sé verið að deila öllum þessum upplýsingum um börn. KYLIE JENNER Kylie Jenner er með yfir 217 millj- ónir fylgjenda á Instagram og deilir reglulega myndum af þriggja ára dóttur sinni. MYKA STAUFFER Áhrifavaldurinn Myka Stauffer byggði YouTube-feril sinn á því að ættleiða einhverfan dreng frá Kína árið 2017. Drengurinn fékk nafnið Huxley og var stjarnan á YouTube- síðu hennar. Hún leyfði fylgjendum sínum á YouTube og Instagram að fylgjast með ferlinu frá a-ö. Huxley var meginþema samfélagsmiðla hennar sem leiddi til samstarfs við ýmis fyrirtæki. Til að setja málið í samhengi, þá gerði Myka 27 mynd- bönd um ættleiðingarferlið og þar að auki 13 myndbönd um aðstæður eftir ættleiðinguna. Myka og eiginmaður hennar, James, greindu frá því í maí í fyrra, að þau hefðu „skilað“ syni sínum þar sem þau „réðu ekki lengur við sérþarfir hans“. Málið vakti mik- inn óhug og voru hjónin harðlega gagnrýnd. MIKIÐ HITAMÁL Fjöldi íslenskra áhrifavalda er í samstarfi við barnavörufyrirtæki. Vörurnar eru auglýstar á myndum af börnunum og talsverð umræða hefur skapast um það hvort verið sé að brjóta gegn friðhelgi barnanna. MYND/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.