Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 28
STÓRSNIÐIN ÚLPA UNG OG SVÖL „Street wear týpan. Micro-trender sem eltir nýjustu tískustrauma. Ung og svöl týpa með nef fyrir merkja- vörum sem endast vel. Það er ekki bara úlpan sem talar hér heldur er allt útpælt og endar jafnan með nýjustu og flottustu strigaskónum. Ég er Instagram- ready þegar ég er í þessari!“ „Þú ert áhrifavaldur eða ert undir áhrifum áhrifa- valda!“ „„Oversized“ dúnúlpur eru það vinsælasta í dag. Ég sá einhverja frétt sem tengdist íslenskum grunnskóla og myndin sem með fylgdi var tekin fyrir utan skólann, þar stóðu um 50 krakkar. Þar af voru 30 þeirra í svartri Dyngju-úlpu í yfirstærð frá 66°Norður og 10 til viðbótar í öðrum litum af Dyngju. Þetta er greinilega aðalmálið og allir vita að grunn- og menntaskólakrakkar eru hvað mest meðvituð um strauma og stefnur í tískunni. Þó það væri skemmtilegra að sjá smá meiri frumleika og sjálfstæða hugsun í fatavali.“ „Þú ert að öllum líkindum ekki yfir fertugu þó svo aldur sé afstæður og allt það. Þú elskar unisex lúkk, átt fleiri en einar joggingbuxur, gengur í víðum fötum, stórum stuttermabolum og hettupeysum. Færir mögulegast aldrei í kuldastígvél.“ DÚNKÁPA „MEÐAL-MAGGI“ „Þessar eru mjög vinsælar núna og ég fíla það. Þær eru þægilegar, hlýjar og að sama skapi flottar. Í raun er smá flókið að fara í ein- hverja persónugreiningu út frá þessari í ljósi þess að þetta snið er jafnvinsælt hjá þeim sem hugsa meira um praktík og þeim sem eru að sækjast eftir þessu „lúkki” af því það er í tísku.“ „Minnir svolítið á ömmu sem var fædd á fjórða áratug síðustu aldar en hefur orðið að tískuvarningi síðustu misserin.“ „Týpan sem velur þessa kápu er „main streamer/meðal maggi“ Pælir í tísku og stílnum og fer ekki í hvað sem er en er kuldaskræfa og vill ekki standa og frjósa í nafni tískunnar. Þessar kápur passa jafnt yfir kjól eða joggara og halda vel hita og gefa viðkomandi „svag“ við hvaða outfit sem er. „Þú ert yfir meðallagi há, gengur í þröngum buxum og stórum peysum. Fylgir tískustraumum. Þú velur flatbotna grófa skó um- fram hælana.“ FÍNNI DÚNKÁPA LÚXUS-PÉSI „Fólk sem er stílhreint og tekur litla sénsa í fatavali er gjarnara á að klæðast svona úlpum. Sé fólk að fjárfesta hátt í 200.000 krónum í úlpu verður manneskjan að vera með nokkuð klassískan stíl sem breytist ekki hratt.“ „Þú átt marga þúsundkalla til að eyða í úlpu, ert normaður eða stundar útivist af kappi! (eða vilt að það lúkki þannig!).“ „Háklassaútvivistartýpa sem velur vönduð merki og vill gæði sem endast jafnan árum saman. Vill geta notað sömu yfirhöfnina sem var keypt dýrum dómum í miðbænum og við útivist. Kaupir færri og vandaðri flíkur.“ „Þú elskar útivist allt árið um kring. Lítur á yfirhöfnina sem fjár- festingu til frambúðar. Klæðir þig eftir veðrum og vindum og já, þér er aldrei kalt.“ SÍÐ ÚLPA MEÐ SKINNI KAUPKÁT „Í íslensku veðri finnst mér al- gjör nauðsyn að úlpan nái niður fyrir rass. Segir svo sem lítið um manneskjuna per se, margir sem klæðast úlpum í þessum stíl þótt þær séu oftast þykkari.“ „„High street“ týpan. Vetrar- jakki er vetrar-jakki en ég er ekki að fara eyða allt of miklu í jakka heldur kaupi mér frekar nýjan jafnvel á hverju ári. Pæli ekkert sérstaklega í trendum og tísku og jakkinn eru valinn vegna þess að hann er ekkert of dýr en hann gerir sitt gagn og kemur mér í gegnum veturinn.“ „Þú vilt hylja á þér rassinn og ert hugsanlega komin vel yfir fimm- tugt.“ „Þú vilt geta notað yfirhöfnina með dragtarbuxum, nælonsokka- buxum, hælum og þá ekki úti í ís- lenskri náttúru.“ MYNDIR/FRÁ FRAMLEIÐENDUM 28 FÓKUS Hvað segir yfirhöfnin þín um þig? Góð yfirhöfn kostar oft vænan skilding og er um leið ein mest notaða flíkin í skápnum. Heitustu yfirhafnirnar sem stendur eru dún- úlpur af ýmsum gerðum í bland við pelsa. DV fékk landskunna töffara til að rýna í hvað yfir- höfnin segir um þann sem klæðist henni. Ert þú „Meðal-Maggi“ eða „Lúxus-Pési“? 26. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.