Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 17
HEIMILD: STJÓRNARRÁÐ ÍSLANDS LÖG OG EIGENDASTEFNA GEFA SKÝR FYRIRMÆLI UM HVERNIG STAÐIÐ SKULI AÐ SÖLUFERLI Við sölu skal megináhersla lög á • Gagnsæi • Hlutlægni • Jafnræði • Hagkvæmni DV 26. FEBRÚAR 2021 EYJAN 17 þetta hefur til dæmis Bjarni Benediktsson bent í ræðum sínum á Alþingi um málið og er það óumdeilt að regluverk í kringum banka hefur verið hert til muna og þjóðfélags- andinn er með þeim hætti að hegðun banka og bankamanna sambærileg því sem tíðkaðist 2007 og á árunum þar á undan yrði aldrei liðin. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að almenningur stígur varlega til jarðar í þessum málum og hefur sínar efasemdir. Það blasti til dæmis við í könnun Gallup um málið frá því fyrr á þessu ári. Kom þá á daginn að aðeins fjórðung- ur landsmanna styður söluna, og meirihluti þeirra eru Sjálf- stæðismenn. Áhersla lögð á dreifða eignaraðild Hluti af söluferlinu hefur verið að óska eftir umsögnum bæði Seðlabankans og Samkeppnis- eftirlitsins. Báðar voru þær já- kvæðar en þó vöktu orð Sam- keppniseftirlitsins sérstaka athygli. Sagði þar í minnisblað- inu að huga þyrfti að dreifðri eignaraðild að bankanum til þess að tryggja raunverulega samkeppni á markaði. Þessar ábendingar virðast hafa fangað athygli þingsins, því í nefndaráliti bæði fjár- laganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar var niður- staðan sú að heimila sölu á 25-35% hlut í bankanum. Það þýðir að seljist minna en 25% hlutur verður ekkert af sölunni, og ekki verður leyft að selja meira en 35%. Þá er það jafnframt lagt til að há- marka ætti hlut hvers einstaks kaupanda við 2,5 til 3,0%. Enn fremur er það lagt til að komi til skerðingar á hlutum vegna umframeftirspurnar, eins og gerðist hjá Icelandair þegar eftir fleiri hlutum var óskað en til sölu voru, komi aðeins til skerðingar hjá þeim sem gerðu stór tilboð. Fyrir liggur að þetta er fjarri því sem Sjálfstæðis- flokkurinn vildi fyrst gera og ljóst að hann vildi ganga lengra í sölu hluta ríkisins í bankakerfinu en hann komst upp með í stjórnarsamstarfi með Vinstri grænum. Fulltrúar allra stjórnarand- stöðuflokka nema Viðreisnar í þingnefndunum tveimur lögðust gegn sölunni. Fulltrúi Viðreisnar sagðist þó vera sammála tillögunni, en vildi útfæra hana öðruvísi. Ferðalagið er hafið Í dag stendur til að fram- kvæma söluna í byrjun sumars og hafa mánaðamótin maí/júní verið nefnd sem líklegur tími. Í þarsíðustu viku lá fyrir að 24 fjármálafyrirtæki gerðu tilboð í að veita Bankasýslu ríkisins fjármála- og söluráð- gjöf í tengslum við söluna. Þar af eru 14 erlend fyrirtæki. Næsta skref í söluferlinu er því að Bankasýslan velji sér ráðgjafa sem mun aðstoða við skrefin þar á eftir. Eitt megin- verkefni hans verður meðal annars að framkvæma verð- mat og veita ráðgjöf um verð- lagningu hluta sem boðnir verða út. Ef allt fer sem horfir má bú- ast við því að fjárfestum og al- menningi öllum standi til boða að kaupa hlutabréf í Íslands- banka af ríkinu á allra næstu mánuðum. n Á MEÐFYLGJANDI MYNDUM MÁ SJÁ FERLIÐ OG ÁÆTLAÐA TÍMALÍNU ÞESS MEÐ HLIÐSJÓN AF ÁKVÆÐUM LAGANNA Heimild í fjárlögum Tillaga Bankasýslu Ákvörðun ráðherra um að hefja sölu Afstaða ráðherra til fyrirliggjandi kauptilboðs Greinargerð ráðherra Samráð við þingnefndir Umsögn Seðlabanka Íslands Sölumeðferð eignarhluta Skýrslugjöf ráðherra Holtasmári 1 · Kópavogur www.ledtec.is EINFALT LÉTT OG ÓDÝRT!LÉTTLÍNULJÓS VERLSLUNARHÚSNÆÐIÐ · BÍLSKÚRINN · VERKSTÆÐIÐ · LAGERINN · HESTHÚSIÐ MARGAR STÆRÐIR · EINFALT AÐ SETJA UPP · LÆGRI REKSTARKOSTNAÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.