Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Áslaug hringdi í lögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höf­ uðborgarsvæðisins, á aðfangadag í kjölfar þess að lögregla sendi út fréttatilkynningu þar sem greint var frá því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði verið viðstaddur sam­ komu í Ásmundarsal þar sem grunur léki á að sóttvarnareglur hefðu verið brotnar. Áslaug segist ekki hafa verið að skipta sér af rannsókn málsins heldur einungis að ræða um eðli frétta­ tilkynningarinnar. Sprengjuhótun í framhaldsskóla Nemendum og starfsmönnum Menntaskólans við Hamra­ hlíð var brugðið á fimmtudag eftir að sprengjuhótun barst í tölvupósti. Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann á fimmtudagsmorgun og gripið var til viðeigandi ráðstafana. Hótanir voru sendar á þrjár stofnanir til viðbótar. Lögregla telur sig vita hver stóð að baki hótununum. Samkvæmt póst­ inum átti sprengja að vera í skólanum og springa á fimmtudag. Tilslakanir taka gildi Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi á þriðjudaginn og mega nú fimmtíu koma saman í stað tuttugu. 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða hefur verið lengdur til klukkan 23.00 á kvöldin. Tilslakanirnar gilda næstu þrjár vikurnar. Nánast engin til­ felli hafa greinst innanlands í vikunni. Grunaður um alvarleg mistök Læknir sem starfaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um alvarleg mistök í starfi. Aðstandendur konu sem lést á sjúkrahúsinu vilja að læknirinn verði ákærður fyrir manndráp en hann setti konuna á lífs­ lokameðferð án þess að forsendur væru fyrir slíkri meðferð. Læknirinn er ekki með læknisleyfi í dag en starfar á Land­ spítala. Jarðskjálftahrina veldur skaða Einhverjir urðu fyrir lítils háttar meiðslum og eignatjóni eftir stóra jarðskjálftahrinu á miðvikudag. Tæplega sextíu skjálftar af stærðinni 3 eða stærri áttu sér stað yfir daginn og fundust margir skjálftanna vel á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Upptök skjálftanna voru á Reykjanesskaganum. Hættustigi almannavarna var lýst yfir og eru Grindvíkingar uggandi yfir því að gos sé að hefjast. Sá stærsti var 5,7 á Richterskvarða. Sögulegt kast Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari bætti Íslandsmet um síðustu helgi þegar hún kastaði kúlunni 16,95 metra og bætti þar með metið um 76 sentimetra. Kastinu náði hún á Confer­ ence USA­innanhússmótinu í Bandaríkjunum. 1 Segir sannleikann um kynlíf í Love Island Fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttunum Love Island sagði frá kynlífi keppenda. 2 RÚV minnist á atvikið í Gettu betur – Verður umvafinn kær- leik segir skólameistari Skóla- meistari FÁ sagði að vel yrði tekið á móti Gettu betur liði skólans eftir tapið gegn Tækniskólanum. 3 Björn Ingi setur prjónahópa í uppnám Björn Ingi Hrafnsson var í glæsilegri peysu í Silfrinu um síðustu helgi. 4 Afhjúpar hversu lengi kynlíf ætti að endast – Niðurstaðan gæti komið þér á óvart Kynlífssér- fræðingur segir kynlíf alveg mega taka korter. 5 Hélt að hann væri með kvef en sannleikurinn var allt annar – Ein vinsælasta tæknivara heims leyndist í líkamanum Bostonbúi var með þráðlaust heyrnartól fast í vélindanu. 6 Tryggvi reynir að halda sér á beinu brautinni: „Eru hræddir við að ráða mig, það er eðlilegt“ Tryggvi Guðmundsson knattspyrnu- maður reynir að passa sig á áfengi. 7 Ein frægasta sjónvarpskona Bretlands hermir eftir Gylfa Sig Amanda Holden sjónvarpskona hermdi eftir vítaspyrnu Gylfa Sig. 8 Sjáðu myndirnar: Keypti sér samfesting á netinu – Bjóst ekki við þessu Samfestingur sem kona keypti skýldi ekki afturhlutanum. 9 Fyrrverandi lögreglumaður stendur við skrif sín tengd Rauðagerðismálinu og gagnalek- anum – „Ég braut engan trúnað“ Fyrrverandi lögreglumaður gagnrýndi aðgerðaleysi lögreglu í máli meints fíkniefnabaróns. 10 Miklar sögusagnir í Rauða-gerðismálinu – Lögregla gagnrýnd fyrir upplýsingaskort Lög- regla hefur verið gagnrýnd fyrir skort á upplýsingum um Rauðagerðismálið. BÍLASMIÐJURINN HF. Þú hitar bílinn með fjarstýringu og nýtur þannig þæginda og öryggis ALDREI AÐ SKAFA! MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA 4 FRÉTTIR 26. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.