Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 21
FÓKUS 21 ELLEFU MÁNUÐIR Guðmundur Egill byrjaði hjá Inga og Lindu fyrir ellefu mánuðum. Í HÖRKU FORMI Verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er meðal ánægðra viðskiptavina. ÞRÍR MÁNUÐIR Ása Björk náði frábærum árangri á þremur mánuðum. spurning um macros-mat- aræði heldur skiptir andlegi þátturinn miklu. Við viljum að fólki líði vel. Sýni þakk- læti fyrir það sem það hefur í kringum sig, hugsi um góða hluti og fái hrós.“ Ingi þekkir sjálfur mikil- vægi þess að huga að andlegu hliðinni eftir erfiðan kafla í lífinu. „Það var erfiður kafli í lífi mínu, ég gekk í gegnum skilnað og leið ekki nægilega vel og fór að huga að andlegu hliðinni, reyna að finna eitt- hvað til að ná jafnvægi. Þá prófaði ég hugleiðslu sem minnkaði áreiti, gaf betri einbeitingu og slökkti á nei- kvæðum hugsunum. Ég hef haft mikinn áhuga á þessu síðan, að peppa fólk upp, efla og hvetja áfram. Þetta fyrir- tæki varð til út frá hugleiðslu, hún gaf mér sjálfstraustið og trúna á sjálfan mig til að kýla á þetta. Ja, það og líka kærastan mín sem hvatti mig áfram.“ Fórnuðu öruggri vinnu í COVID Það vakti furðu margra úr nærumhverfi Inga og Lindu þegar þau ákváðu að segja upp störfum sínum og stofna eigið fyrirtæki. „Ég var búinn að vera í sex- tán ár í sömu vinnunni og ég er rosalega vanafastur og lítið fyrir breytingar. En þetta er eitthvað sem ég búinn að vera að gera með mínum vinum í nokkurn tíma, að hjálpa með mataræðið. Svo eru tveir aðilar sem spyrja mig hvort þeir megi ekki borga mér fyrir að kenna þeim þetta. Það fannst mér fyndið, borga mér fyrir að kenna eitthvað? Þá förum við Linda að ræða þetta og hún hvetur mig til að kýla á þetta, byrja að auglýsa og sjáðu hvað gerist. Þá byrjar boltinn að rúlla. Þarna er ég með örfáa við- skiptavini og er enn í fullri vinnu, en þeim fjölgar hratt. En svo fer þetta að vinda upp á sig og eftirspurnin var það mikil að í ágúst var ég kom- inn með biðlista fram í nóvem- ber. Þá sáum við að þetta væri eitthvað sem væri eftirspurn eftir og væri kannski hægt að lifa á. Ég og Linda veltum því þá fyrir okkur hvort annað okkar myndi hætta í vinnunni og einbeita sér að þessu, en þá hugsaði ég að ef þetta væri að ganga svona vel núna, hvað gætum við gert ef við færum bæði að einbeita okkur að þessu. Svo við tökum sénsinn, segjum bæði upp vinnunni okkar og kýlum á þetta. Okk- ur fannst við ekki hafa efni á öðru, svona tækifæri bjóðast ekki oft. Auðvitað varð fólkið í kringum okkur hissa. Það var COVID og við með örugga vinnu. En við sáum það bara að þetta væri að virka það vel. Umsagnir viðskiptavina voru ótrúlega jákvæðar. Á hverjum degi fáum við skilaboð frá fólki sem er svo ánægt og þakklátt fyrir þessa aðferð og þetta samfélag sem við höfum byggt upp. Þetta er mjög gef- andi. Í dag eru níu starfsmenn í þessu fyrirtæki.“ Jákvætt orðspor Ingi segir að viðskiptavinirnir hafi að mestu séð um að aug- lýsa fyrirtækið, sem er enn ekki komið með heimasíðu en fagnar þó mikilli velgengni út frá ótrúlega jákvæðum um- sögnum og meðmælum við- skiptavina. Fjölmargir þekkt- ir einstaklingar eru meðal viðskiptavina ITS Transform- ations, svo sem tónlistarkonan Greta Salóme, knattspyrnu- konan Glódís Perla Viggós- dóttir, tónlistarmennirnir Friðrik Dór og Aron Can, Ívar Guðmundsson útvarps- maður, og handboltamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Síðan er Sveindís Jane knattspyrnu- kona að byrja hjá okkur. Og það er dásamlegt. Þess vegna erum við svona þakklát og glöð og vöndum okkur við þetta.“ n Macros stendur fyrir þrjá flokka af orkugjöfum, kolvetni, fitu og pró- tein. Macros-mataræðið byggir á því að fá orku sína, eða hitaeiningar, í ákveðnum hlutföllum. Það er einstaklingsbundið hvert hlut- fall orkugjafanna á að vera. Þættir sem hafa áhrif eru til dæmis hæð, þyngd, virkni, aldur og markmið. Lengi hefur tíðkast að telja kaloríur til að halda utan um mataræði en macros-aðferðin byggir á því að ekki sé nóg að fylgjast með hitaeiningum heldur skipti máli hvaðan hitaeining- arnar koma. Kolvetni er orkugjafinn sem líkaminn er hrifnastur af. Öll kolvetni eru þó ekki sköpuð jöfn og geta verið annað hvort einföld eða flókin. Prótein er mikilvægasti orkugjafinn, samkvæmt vöðvafjöllunum í rækt- inni. Vöðvafjöllin hafa nokkuð til síns máls. Prótein eru nauðsynleg líkam- anum, sérstaklega við uppbyggingu vöðva. Fita er öflugur orkugjafi. Á meðan hvert gramm af próteini og kolvetni inniheldur 4 hitaeiningar þá inniheld- ur hvert gramm af fitu 9 hitaeiningar. Hollar fitur eru líkamanum nauðsyn- legar sérstaklega við að vinna víta- mín úr fæðunni. Dæmi: Algengt viðmið fyrir fullorðna mann- eskju eru eftirfarandi hlutföll: 10-35% PRÓTEIN 45-65% KOLVETNI 20-35% FITA Sumum þykir gott að byrja með því að skipta jafnt á milli orkugjafanna þriggja. Dæmi: Orkuþörf konu um þrítugt er um 2.200 hitaeiningar á dag. Ef hún skiptir orkugjöfunum þremur í þrennt þá ætti hún að fá um 730 af hitaein- ingum úr hverjum orkugjafa. Að telja macros er því nokkuð mikil handavinna því yfirleitt er magn orkugjafanna í fæðu aðeins gefinn upp miðað við ákveðna þyngd. Því þarf að finna út hversu þungur maturinn er til að reikna út hitaein- ingafjöldann og hversu mikið af þeim kemur frá hverjum orkugjafa. Sem betur fer eru vigtir orðnar nokk- uð litlar og meðfærilegar í dag, en þú verður líklega ekki vinsælasta mann- eskjan á veitingastaðnum þegar þú dregur hana upp úr handtöskunni. 1 BANANI Hitaeiningar 105 Kolvetni 96% Fita 0% Prótein 4% 1 VANILLU KREMKEX Hitaeiningar 2 Kolvetni 63% Fita 33% Prótein 5% EGILS GULL 0,5 L DÓS Hitaeiningar 225 Kolvetni 97% Fita 0% Prótein 3% HVAÐ ERU MACROS? MYND/GETTY DV 26. FEBRÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.