Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 26
D exter Morgan er sér-fræðingur í blóðferla-greiningum hjá lög- reglunni í Miami á daginn. Á nóttinni hleypir hann þó myrkum hvötum sínum laus- um og myrðir óþokka. Eng- inn þarf þó að óttast Dexter, enda er hann ekki til. Hann er pers óna í skáldsögum og sjónvarpsþáttum. Mark Twitchell horfði á sjónvarpsþættina og las skáldsögurnar líkt og svo margir aðrir. En í staðinn fyrir að einblína á skemmt- anagildi þáttanna ákvað hann að líta á þá sem kennslustund. Spilaborgin Árið 2008 gerði hinn kanad- íski Mark Twitchell sína fyrstu hrollvekju, átta mín- útna stuttmynd. Hann hafði lengi dreymt um að verða kvikmyndagerðarmaður. Myndina kallaði hann „Ho- use of Cards“ eða „Spila- borgina“. Myndin fjallar um mann sem leitar að ástinni á stefnu móta síðu. Hann fer til fundar við konu, sem hann kynntist í gegnum síðuna, í bílskúr nokkrum en þar bíður hans hrottalegur dauðdagi. Í stað konu er það maður sem tekur á móti honum í plast- þöktum bílskúrnum. Morð- inginn bindur fórnarlamb sitt við járnborð, drepur hann og heggur í spað með kjöthníf. Óhreinir diskar Nokkuð eðlilegur söguþráður hrollvekju. En töluvert óeðli- legur höfundur. Nokkrum vikum síðar hélt maður að nafni John Brian Altinger, kallaður Johnny, til fundar við konu sem hann hafði kynnst á stefnumótasíð- unni Plenty of Fish. Vanda- málið var þó að umrædd kona var, líkt og Dexter Morgan, skálduð persóna sem ekki var til í raunveruleikanum. Þremur dögum síðar barst vinum Johnnys skilaboð úr síma hans. Johnny sagðist ást- fanginn og ætla að flytja um- svifalaust til Suður-Ameríku. Þegar vinirnir föluðust eftir frekari útskýringum á þess- ari fyrirvaralausu ákvörðun fengust engin svör. Á sama tíma barst tölvu- póstur frá Johnny til yfir- manns hans þar sem hann sagði starfi sínu lausu. Þegar yfirmaðurinn svaraði póst- inum og bað um reiknings- númer fyrir launauppgjörið barst ekkert svar. Vinir Johnnys létu ekki þar við sitja. Eftir að hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við vin sinn ákváðu þeir að brjótast inn í íbúð hans til að kanna aðstæður. Þar inni sáu þeir óhreina diska, fundu vegabréf Johnnys og engin ummerki um að pakkað hefði Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is verið niður til langferðar. Ekkert sem renndi stoðum undir það að Johnny væri ást- fanginn í Suður-Ameríku. Þeir hringdu því strax á lög- reglu. Grímuklæddur árásarmaður Viku áður en Johnny hélt af stað á stefnumótið varð mað- ur að nafni Gilles Tetreault fyrir árás. Hann hafði, líkt og Johnny, mælt sér mót við konu í gegnum stefnu móta- síðu. Þau mæltu sér mót í bílskúr nokkrum en þegar þangað var komið beið Gil- les ekki kona heldur grímu- klæddur karlmaður vopnaður rafbyssu. Gilles varð fullljóst að frá þessari árás átti hann ekki að sleppa lifandi. Hann sá allt líf sitt spilast fyrir augum sér og hélt að þetta væri sitt síðasta. Þá vaknaði baráttuviljinn. Gilles var ekki tilbúinn að láta lífið þarna í þessum bíl- skúr. Með herkjum tókst hon- um að losna undan árásar- manninum og smeygja sér út úr bílskúrnum. Hann ætlaði að hlaupa burt en skrikaði þá fótur og grímuklæddi maður- inn náði aftur taki á honum. „Ég ákvað að ég yrði að berjast á móti. Ég vildi frek- ar deyja þannig heldur en að deyja með þeim hætti sem hann hafði áformað,“ sagði Gilles síðar fyrir rétti. Aftur náði Gilles að losna og flýja. Í þetta skiptið datt hann ekki og tókst að finna eldri hjón sem voru úti að viðra hundinn sinn. Gilles grátbað þau um aðstoð. Morðherbergið Gilles slapp lifandi frá árás- inni. Johnny var ekki eins heppinn. Stefnumótið sem hann ætlaði á reyndist vera við sama grímuklædda mann í sama bílskúr. Þegar Johnny kom inn í bílskúrinn beið hans skelfileg sjón. Allur bíl- skúrinn var klæddur plasti og í honum miðjum var stórt stálborð. Nokkur veginn í samræmi við það hvernig skáldaði morðinginn Dexter Morgan tók á móti fórnar- lömbum sínum. Johnny náði þó ekki að flýja því hann var sleginn í rot og lét svo lífið á stálborð- inu þar sem grímuklæddi maðurinn misþyrmdi líkama hans og síðar líki með flug- beittum veiðihníf. Morðing- inn reyndi svo að losa sig við líkamsleifarnar með því að brenna þær, en vissi ekki að slíkur bruni krefst gífurlegs hita og gífurlegs tíma. Lík- lega eru leiknir sjónvarps- þættir ekki besta leiðin til að læra um slík mál. Morðinginn gafst að lok- um upp og kom restinni af Johnny fyrir í holræsi. Eftir þetta fór morðinginn heim, settist við tölvuna og hóf að skrifa sögu. Hún hófst á eftirfarandi orðum: „Þessi saga er sannsögu- leg. Nöfnum og efnisatriðum hefur lítillega verið breytt til að vernda þann seka. Þetta er sagan um það hvernig ég varð raðmorðingi.“ Lék sér með höfuðkúpuna Morðinginn hélt að hann hefði framið hinn fullkomna glæp. En hann hafði ekki gert ráð fyrir einu. Johnny hafði nefnilega tilkynnt vinum sín- um hvert hann væri að fara á umrætt stefnumót. Lögregla var því ekki lengi að hafa upp á bílskúrnum og komast að því hver væri skráður fyrir honum. Það reyndist vera kvikmyndagerðarmaðurinn Mark Twitchell. Í tölvu Twitchells fannst skjal þar sem hann hafði með nákvæmum hætti skráð niður hvert einasta smáatriði um morðið, meðal annars hvernig hann hefði leikið sér með höfuðkúpu og þar skrif- aði Twitchell einnig ítarlega um hvernig það væri að hluta niður lík og hvernig líffærin lögðust saman er hann skar í þau. „Ef ég hefði þefskyn þá þætti mér þetta sennilega viðbjóðslegt. En mér finnst þetta bara heillandi.“ Sönnunargögnin gegn Twitchells voru mörg. Erfðaefni úr Johnny fannst í fatnaði hans og bifreið og í bifreiðinni fannst einnig morðvopnið auk minnismiða sem Twitchell hafði skrifað til að minna sjálfan sig á að hreinsa „morðherbergið“ og líka til að minna sig á að halda fram hjá eiginkonu sinni. Það tók kviðdóminn að- eins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu í mál- inu. Twitchell situr nú í fang- elsi og verður orðinn gamall maður þegar hann mun eiga möguleika á reynslulausn. „Flestir láta sig dreyma um að drepa, en það eru yfir- leitt bara draumórar. Þau hafa ekki kjarkinn eða rétta hugarfarið til að fylgja eftir myrkum hvötum sínum. En ég hef það,“ skrifaði Twit ch- ell í sögunni. Höfundur bókanna um Dexter sagði í tengslum við málið: „Það að lesa bækurnar um Dexter gerir þig ekki að morðingja. Ef þú ert ekki nú þegar fær um að drepa aðra manneskju á kaldrifjaðan, grimman og ákveðinn hátt, þá mun engin bók nokkurn tímann gera þér kleift að gera svo. Það eru engin töfra- orð sem gera þig skyndilega siðblindan.“ n SAKAMÁL SJÓNVARPSÞÁTTUR VARÐ INNBLÁSTUR AÐ MORÐI Það er gaman að horfa á vel gert afþreyingarefni, og ekki síðra að lesa góða bók. En hvað gerist þegar menn með annarlegar hvatir sækja inn- blástur í skáldskap? Þessu fékk Johnny Altinger að kynnast af eigin raun. Skáldsagna- morðinginn Dexter Morgan varð innblástur að hrottalegu morði. MYND/HBO 26 FÓKUS 26. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.