Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 11
verður að vera mun sveigjan- legri en áður. Við höfum lagt okkur öll fram til að veita þessum hópi góða þjónustu. Að fara í kynleiðréttingu er flóknasta og erfiðasta breyt- ing sem hægt er að gera á lífi sínu. Það skiptir því miklu máli að rétt sé staðið að mál- um og greining og meðferð sé alltaf í samræmi við alþjóð- lega staðla. Samfélagið er orðið mun opnara en áður og fordómar minni samanborið við mörg önnur lönd.“ Í miðju stormsins á netinu Óttar þykir umdeildur fyrir ýmis skrif sín og skoðanir. Sjálfur segist hann ekkert botna í því. „Mér er það al- veg óskiljanlegt að ég sé um- deildur. Ég er alltaf jafn hissa þegar einhver móðgast. Við lifum í samfélagi sem er ótrú- lega viðkvæmt og margir eru tilbúnir til að gagnrýna og rit- skoða og gaumgæfa allt sem sagt er. Síðan er það þessi tilhneiging að móðgast fyrir hönd annarra. Það fólk er allt- af miklu meira móðgað en sá sem hefði upphaflega átt að vera móðgaður. Þetta opna að- gengi fyrir alls konar tjáskipti á netmiðlum hefur leyst úr læðingi alls konar geðvonsku og fúkyrði sem fólk hreytir úr sér á netinu. Þetta stafar líka af því að fólki leiðist og hefur mun meiri tíma en áður til að liggja í netmiðlunum og skrifa athugasemdir. Ég held að engan langi til að standa í miðju stormsins á net- inu. Ég man eftir að hafa farið í viðtal sem var teygt og togað á alla vegu og áður en ég vissi af var ég orðinn hinn versti maður. Meira að segja var ég kærður til siðanefndar land- læknis. Þetta var óskemmtileg reynsla.“ Hann segist þó meðvitaður um að allir greinahöfundar þurfi að vera undir það búnir að fá yfir sig skammir og leið- indi. „Það er liðið nokkuð síðan ég hef fengið yfir mig hafsjó af neikvæðum athugasemdum. Ég hef kannski aðeins breytt um tón í skrifum mínum. Það er ekki hægt að skrifa enda- laust um aumingjavæðingu og fórnarlambsvæðingu sam- félagsins. Það verður bara þreytt,“ segir hann. „Mér leiðast þessi píslar- vottaviðtöl. Fjölmiðlum finnst gaman að hafa viðtal við kon- una sem kaupir sér þvottavél sem étur þvottinn hennar, skolar illa og er með bilaða loku. Hún fær ekki leiðrétt- ingu sinna mála en kallar til blaðamenn sem birta af henni myndir þar sem hún bendir á þvottavélina með miklum raunasvip. Hugtakið aumingi vikunnar, sem ég hef skrifað um, kemur frá Steinunni heit- inni systur minni sem hringdi alltaf í mig til að vekja athygli á svona viðtölum.“ Lærdómur af sjálfsvígshugsunum Óttar hefur sjálfur fjallað opinberlega um eigin andlega erfiðleika í bókinni Þarf ég að deyja ef ég vil ekki að lifa? Þar skrifar hann fræðilega um sjálfsvíg en rekur einnig atvik þegar hann var sjálfur á hengi- brúninni og skammt var milli lífs og dauða. „Þegar ég var ungur og hvat- vís menntaskólanemi ákvað ég eina nóttina eftir skrall á Hótel Borg að það væri engin ástæða til að lifa lengur. Ég var vel drukkinn og gekk hröðum skrefum út á Grandagarð til að drekkja mér við vitann. Ég fór út fyrir grindverkið, stóð þar drykklanga stund og velti fyrir mér hvort ég ætti að hoppa eða ekki. Ég ákveð síðan að hoppa ekki, klifra aftur yfir grind- verkið og fer heim. Ég lærði mjög mikið af þessu og bjó að þessari reynslu þegar ég fór að vinna með fólki í svipuðum sporum. Löngu seinna, þegar ég var orðinn fullorðinn maður, upp- lifði ég sjálfsvígshugsanir á annan hátt. Þá var ég líka að drekka og mun meiri ásetn- ingur að baki. Ég skrifaði kveðjubréf og safnaði lyfjum og var búinn að ákveða að nota þau til að yfirgefa þetta jarðlíf. Sem betur fer hætti ég við en var kominn ansi langt í þessu sjálfsvígsferli, eins og það er kallað. Sjálfsvíg er sjaldnast skyndiákvörðun heldur er einhver saga að baki, saga um þunglyndi og van- líðan sem veldur því að maður fer að hugsa um dauðann sem einhverja lausn. Þessu fylgja þær ranghugmyndir að allir verði mjög ánægðir þegar maður deyr og maður sé að gera börnunum sínum, maka og foreldrum greiða með því að svipta sig lífi.“ Hann segir marga sem metnir eru í sjálfsvígshættu vera í þessu ferli en að að- eins lítill hluti svipti sig lífi. „Meta þarf hvern og einn og veita viðeigandi meðferð. Áfengi er mikill áhættuþáttur í þessu ferli. Það er fylgni á milli þess að drekka og vera þunglyndur og síðan fyrir- fara sér. Tveir þriðju þeirra sem fyrirfara sér eru ölvaðir DV 26. FEBRÚAR 2021 Mér er það alveg óskiljanlegt að ég sé umdeildur. FRÉTTIR 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.