Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Blaðsíða 2
Sagan um saklausa símtalið Svo Áslaug Arna dóms-málaráðherra hringdi í lögreglustjórann á höfuð- borgarsvæðinu á aðfangadag til að ræða um upplýsingagjöf lögreglu. Ekkert til að skipta sér af rannsókninni heldur bara til að kanna hvort ekki hefði komið óþarflega mikið fram í fréttatilkynningu lög- reglu til fjölmiðla. Og þessu eigum við að trúa. Svarthöfði er alveg að kaupa þessa afsökun. Auðvitað hafði það ekkert að gera með að fjár- málaráðherra, Bjarni Ben, for- maður flokks Áslaugar, hafði verið viðstaddur meint sótt- varnabrot í Ásmundarsal og ýjað var að þeirri staðreynd í tilkynningunni. Sei, sei, nei. Hún var bara að velta því fyrir sér hvort þetta væri eðlilegt. Það er nefnilega svo á Íslandi að ráðherrar eru svo vel inni í öllum málum sem heyra undir ráðuneyti þeirra að svona sím- töl eru fullkomlega eðlileg. Alveg eins og þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá- verandi innanríkisráðherra, hringdi í lögreglustjóra vegna rannsóknar í lekamálinu. Allt svo gott og blessað, svo venju- helgað og eðlilegt. Hvers vegna hefði Áslaug líka átt að vera að hringja og skipta sér af? Eins og Bjarni hefur sjálfur margoft sagt þá gerði hann ekkert rangt á samkomunni í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Honum varð ekkert á í messunni, heldur staðarhöldurum. Síðar kom reyndar í ljós að staðarhaldarar gerðu heldur ekkert rangt, að þeirra mati, miðað við fréttatilkynningar. Hver er þá sökudólgurinn í þessu? Ásmundarsalur sem hélt samkomu sem ekkert var að? Fjármálaráðherra sem mætti á samkomuna sem braut ekki gegn neinu? Lög- reglumaðurinn sem greindi frá uppákomu á umræddri skemmtun? Áslaug sem hringdi án þess að skipta sér af? Eða við almenningur sem greinilega skiljum ekki neitt, að þeirra mati? Þetta er bara ys og þys út af engu. Má ekkert lengur? Áslaug var þó í dauðafæri að nýta klassíska afsökun í þessu máli. Því það hlýtur að vera eðlilegast í heimi að hringja í fólk á aðfangadag og óska því gleðilegra jóla. Jólakortin koma hvort sem er alltaf í janúar. Nei, Svarthöfði sér ekkert að þessu. Ef eitthvað er þá er þetta bara fallegt. Traustur vinur getur gert kraftaverk. Svo er annað sem gleymist líka í umræðunni um þetta mál. Bjarni Ben var klár- lega að styðja við menningu og listir. Og undan því má nú varla kvarta. Við erum með fullt af frambærilegum lista- mönnum sem gjarnan sækja um að komast á launaskrá hjá ríkinu með þessum blessuðu listamannalaunum. Bjarni var líklega bara að vinna heima- vinnuna sína og fórna til þess Þorláksmessukvöldinu. List- hneigð hefur aldrei drepið neinn. Við eigum svo duglega ráð- herra. Takk fyrir allt og gleði- leg jól, kæru Sjálfstæðismenn. Svarthöfði styður ykkur heilshugar. Alla leið. Munið bara eftir Svarthöfða þegar kemur að úthlutun fjölmiðla- styrkja. Svarthöfði er líka traustur vinur, allt til enda veraldarinnar. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Illskan í samhengi Í fyrsta fjölmiðlafræðikúrsinum sem ég tók í menntaskóla lærði ég mikilvæga lexíu sem hefur fylgt mér síðan. Stundum vefst hún fyrir mér, stundum auðveldar hún mér að taka ákvarðanir Tíminn byrjaði á lestri. Kennarinn rétti okkur nokkrar blaðsíður sem fjölluðu um hrylli- lega meðferð á ungum dreng. Hann hafði sætt grófu ofbeldi af hendi móður sinnar, bæði líkamlegu og andlegu. Drengurinn var meðal annars fótbrotinn af móður sinni í einu brjálæðiskastinu, þá rétt fimm ára gamall. Hann bjó við ofbeldið árum saman. Lesturinn fékk verulega á okkur. Bekkurinn var hljóður fyrir utan stöku „djöfulsins viðbjóður“ og „hvað er eiginlega að fólki?“. Þegar allir höfðu lokið lestri spurði kennarinn hvað fólki fyndist vera réttmæt refsing fyrir móðurina. Það stóð ekki á svörum. Þau voru öll fremur hörð. Þeir hörðustu vildu aflífa konuna en aðrir vildu láta það nægja að læsa hana inni og henda lyklinum. Gott og vel, sagði kennarinn og rétti hópnum annað blað sem lýsti kynferðisofbeldi á hendur tveimur systkinum af hálfu foreldris. Að lestri loknum var hópurinn aftur spurður svara. Svörin voru jafnvel afdráttarlaus- ari. Ofbeldismaðurinn átti að gjalda fyrir þetta og það afdráttarlaust. Helst ekki líta dagsins ljós aftur. Þetta er hrein illska. Það er ekkert hægt að gera nema að loka fólk inni sem lengst. Svona fólk breytist ekki, var meðal þess sem rætt var. Kennarinn horfði yfir bekkinn og kinkaði kolli. Bætti engu við, dró ekki úr. Leyfði fólki að mynda sér skoðanir og ræða þær. Gott og vel, sagði kennarinn. Hvað ef fórnarlambið úr fyrri sögunni er gerandinn í þeirri seinni. Bekkinn setti hljóðan. Undrun og vantrú sást á andlitum þeirra sem rétt áður vildu aflífa manninn sem var nú bæði orðinn brotaþoli og ofbeldismaður. „Það þarf náttúrlega að hjálpa manninum,“ kallaði einhver. „Já, rjúfa keðjuna,“ sagði einhver annar. „Einmitt, hann átti aldrei séns á eðlilegum sam- skiptum. Ofbeldi var líklega eina form athygli sem hann fékk,“ sagði einhver á aftasta bekk. Kennarinn kinkaði aftur kolli. Samhengið skiptir máli en það breytir ekki því að maðurinn hafði gerst sekur um hræðilegan glæp og rænt börn sín sakleysi sínu. Hvar liggja mörkin á milli þess að setja hlutina í samhengi og fyllast meðvirkni? Fólk þarf að axla ábyrgð á gjörðum sínum hafi það andlega burði til þess. Við á DV erum sífellt í þessum umræðum og hug- leiðingum. Hvenær skal nafnbirta, höfum við allar forsendur, sjáum við samhengið? Að endingu er það þó alltaf okkar hlutverk að flytja fréttir – ekki dæma fólk sem vont eða gott. n Bekkurinn var hljóður fyrir utan stöku „djöfulsins viðbjóður“ og „hvað er eigin- lega að fólki?“. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ágúst Borgþór Sverrisson, agustb@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Hrafn Norðdahl, hrafn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Stefán Árni Pálsson fjöl- miðlamaður kann að gera vel við sig. Hér deilir hann fimm hlutum sem gera líf hans huggulegra. 1 Aleo vera teygjulak Þetta er allra besta lak sem til er í heiminum og ég sef alltaf eins og ungbarn á því. 2 Poul Henningsen lampi Sturluð hönnun, þægileg birta og ég elska að horfa á hann þrátt fyrir að hafa hatað hvað konan mín eyddi miklum peningum í hann. 3 Hvítir strigaskór Er háður þessum skóm. Kaupi eitt par á ári. Helst alveg hvíta. Ganga við allt. 4 Kalda geymslan Bý svo vel að eiga kalda geymslu í kjallaranum og get troðfyllt hana af bjór sem er alltaf jökulískaldur. 5 Airpods Er hlaðvarpsfíkill og er með þetta í eyrunum allan sólar- hringinn. HUGGULEGHEIT 2 LEIÐARI 26. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.