Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 35
33
'255), en eftir því riti á það að hafa gerzt síðar.1) Þessi ferð er
á engan hátt grunsamleg, því að Magnús jarl var í vináttu við
Malcolm Skotakonung, en hann var tengdafaðir Heinreks Engla-
Tconungs. Hvers vegna ekkert stendur um þessa ferð í Orkn. s.,
veit ég ekki. En þegar þess er gætt, að í Aberdeen-breviarium er
þessari ferð sleppt, þá væri vitanlega hugsanlegt, að höfundur
Orkn. s. hefði haft fyrir sér þvílíkan útdrátt úr Vita.
4) Þá koma frásagnirnar af lífláti Magnúsar, og ber þar ým-
islegt á milli, en mestu munar, að Orkn. s. er miklu fyllri, og er
auðvelt að gera grein fyrir því. Orkn. s. segir (bls. 113—14), að
boði hafi risið, þar sem sízt var von, og fallið yfir skip Magnús-
ar á leið hans til Egilseyjar, og hafi Magnús ráðið af því feigð
sína. Þetta er viðbótarsögn, sem vel má hafa sannan kjarna. Þá
er í Orkn. s. fleira nefnt af mönnum en í hinum heimildunum
(Leg., Brev.), og er það auðskilið.
Nú kemur að því, að Magnús er í kirkjunni. Leg. (hls. 301)
segist svo frá: „Sed prædictus Hako, ecclesiasticæ dignitatis
abutens privilegio, ecclesiam Dei invadere non formidabat, missis
apparitoribus suis quattuor, quorum pedes veloces ad effun-
dendum sanguinem, qui ad omne opus nepharium cæteris promp-
tiores et velociores, ut christum Domini raperent et illum sibi præ-
sentarent. Irruentibus igitur in ecclesiam Domini apparitoribus,
justus ab injustis injuste rapitur, extrahitur, et Hakonis præsentiæ
præsentatur“. M I (bls. 263-—64) segist eins frá, en hún er lang-
orðari; þar segir líka berum orðum, að Hákon rauf kirkjuhelg-
ina og lét draga Magnús út úr kapellunni.2) Orkn. s. (49. kap.)
segir aftur á móti: „Hákon ok hans menn hljópu upp um morg-
uninn ok runnu fyrst til kirkjunnar ok rannsökuðu hana ok
fundu jarl eigi; hann hafði við þriðja mann gengit annan veg
á eyna i leyni nökkut. Ok er inn helgi Magnús sá, at þeir leituðu
hans, þá kallar hann á þá ok segir, hvar hann var“. Síðan segir
frá samtali jarla, og vantar það með öllu í Vita. Af því má sjá,
að Hákon lætur ekki fyrr drepa Magnús en menn hans segja, að
annarhvor jarla skuli láta lífið. Þá svarar Hákon jarl: „Drepið
hann heldr, því at fyrr vil ek ráða ríki ok löndum en deyja svá
1) Um þessa ferð til Englandskonungs er líka getið í Resp.,
sbr. hér að framan bls. 21 nm.
2) Sama sögn kemur fram í Hymn. I og Antiph. (sbr. bls.
21 nm.).
3