Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 13

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 13
11 aS hádegi ættarinnar er nýliðið — ef til vill er þetta einmitt bezti tíminn til bókmennta og vísinda (ekki sízt þar sem svo vill til, að um sömu mundir hefst nýr blómatími í bókmenntum þjóðarinnar yfirleitt). Árið 1215 segja annálar, að Sæmundur Jónsson og Þorvaldur Gizurarson lögðu lag á varning austmanna; hefur eitthvað gengið á, fyrst þessa er getið. Ári síð- ar fór Páll Sæmundarson utan, „gerðu Björgynjar- menn at honum spott mikit ok sögðu, at hann myndi ætla at vera konungr eða jarl yfir Nóregi“. Hann hef- ur sjálfsagt ekki verið smálátur, en þeir þótzt eiga Oddaverjum grátt að gjalda. Við þetta gys þeirra réð Páll sig á byrðing til Þrándheims, en drukknaði á leið- inni. Þegar Sæmundur frétti þetta, kallaði hann Björg- ynjarmenn hafa valdið dauða hans og lagði stór fégjöld á Austmenn á Eyrum. Kom fyrir ekki, þó að Ormur og aðrir reyndu að sefa hann. Af þessum furðulegu til- tektum Sæmundar leiddi víg Orms. Nú fluttist Björn Þorvaldsson Gizurarsonar, tengdasonur Orms, á Breiða- bólstað og tók eftir hann bæði fé og goðorð (Dalverja- goðorð). Þetta líkaði öðrum Oddaverjum vitanlega þungt, og reis brátt fjandskapur milli Bjarnar og Lofts Pálssonar, sem lauk með vígi Bjarnar. Sýndi Sæmund- ur í því mikið giftuleysi, að hann gat ekki skakkað leikinn, en þó tók út yfir, þegar hann veitti ekki Lofti frænda sínum lið til sætta við Þorvald Gizurarson, svo að Haukdælir skáru og skópu í því máli. Þetta var á efstu dögum Sæmundar (d. 1222). Með því lýkur þeim þætti í sögu þeirra. III. Þegar taldir eru upp íslenzkir sagnaritarar, verður Sæmundur fróði fyrstur í röðinni. Með nokkurn veg- inn vissu má eigna honum rit um Noregskonunga, hvað sem öðru líður. Frá dögum Sæmundar virðist Oddi hafa verið hið mesta menntasetur. Eyjólfur, sonur hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.