Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 15

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 15
13 mælt, svá sem ek hefi heyrt fróða menn segja, svá ok nökkurar kynkvíslir þeira eptir því sem mér hefir kennt verit, sumt þat er finnsk í langfeðgatali því, er konungar hafa rakit kyn sitt eða aðrir stórættaðir menn, en sumt er ritit eptir fornum kvæðum eða sögu- ljóðum... .“.1) Sumt af því, sem hér er nefnt, á Ari fróði — en sumt hlýtur menntasetrið í Odda að eiga og þeir fróðu menn, sem Snorri hefur þekkt í æsku. Ég er meira að segja ekki viss um, að langfeðgatal eigi að- eins við ættartölu Ara, þó að það kunni að vera fyrst og fremst. Það getur líka átt við aðra gamla ættartölu, sem rekur kyn Oddaverja til Danakonunga. Jón Sig- urðsson hefur fyrstur bent á, að þetta sé gömul ættar- tala Oddaverja, og þykir honum vera mega, að hún sé frá Sæmundi runnin.2) Þessari ættartölu má skipta í þrjá parta: A) Ættar- tala frá Adam til Óðins, B) Skjöldungar, C) ættartala frá Haraldi hilditönn til Oddaverja. Hún er varðveitt á ýmsum stöðum, í lítilsháttar mismunandi gerðum: 1) Ættartala Hauks lögmanns;3) hér eru höfð víxl á Hræreki slöngvanbauga og hnöggvanbauga, eins og víðar; hér er og bætt við ættlegg frá Sölga Haralds- syni hilditannar til Helga magra. — 2) Ættartala Sturlunga;4) hér eru síðustu ættliðirnir raktir til Sturlunga. — 3) „Langfeðgatal“ 5) er að mestu sam- hljóða (1) og (2), nema hér er ættin rakin til Ragnars loðbrókar (ekki C). í stað þess að hinar telja: ... Ver- mundur vitri — Ólöf — Fróði friðsami, er í Langfeðga- 1) Hkr. I 3—4. 2) Sjá Dipl. Isl. I 501 o. áfr.; sbr. ennfremur Halldór Her- mannsson, fyrrgr. r. 41, Sig. Nordal, Egils s. lxv. 3) Hauksb., útg. Finns Jónssonar, bls. 504—05, Dipl. Isl. III 5 o. áfr. 4) Sjá t. d. Dipl. Isl. I 504 o. áfr. (ættartala Egils Sölmund- arsonar) og III 10 o. áfr. (Þorleifs haga). 5) Alfræði íslenzk, útg. Kr. Kálunds, III 58—59.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.