Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 20

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 20
18 Loks er á það að minnast, sem mest er um vert og’ fyr var getið (bls. 10), en það voru ráðagerðir um mægð- ir milli Sæmundar í Odda og Haralds jarls Maddaðar- sonar; það mun hafa gerzt eftir dauða Jóns Loftssonar (1197), fyrst hans er ekki við getið, en fyrir 1206, sem er dánarár jarls. Orðalag Sturlungu sýnir, að hér hafa. farið sendimenn milli fram og aftur. Þessir atburðir hlutu að vekja áhuga á sögu Orkneyjajarla með hinum sagnfróðu Oddaverjum, þeir eru vel til þess fallnir að vekja upp sagnaritara til að skrifa sögu þeirra. Nú þeg- ar leiðir þessara ætta virtust ætla að liggja saman, var margs að minnast frá fyrri dögum, því að víða lágu vegamót. Og kannske þótti ekki alveg einskisvert, að báðar ættir höfðu kvíslast af sömu rót: Mærajarlaætt. Framan til í Orkn. s. (6. kap.) segir frá því, þegar Rögnvaldur Mærajarl átti tal við sonu sína um það, hve hent þeim mundi vera að fara til jarldóms í Orkneyjar og Hrollaugur bauðst til farar: „Eigi mun þér jarldóms auðit, ok liggja fylgjur þínar til íslands; þar muntu auka ætt þína ok mun göfug verða í því landi“. Hrollaug- ur var m. a. ættfaðir Oddaverja.1) En það var Torf- Einar, sem varð að lokum fyrir valinu. Lítum nú nokkru nánar á söguna sjálfa. Hún er að mörgu leyti mjög erfið viðfangs, því að hún er nú ekki til í frummynd sinni, heldur annari gerð, miklu yngri, sem styðst við rit Snorra Sturlusonar og vitnar til hans;: er sagan lagfærð eftir þeim og jafnvel teknir þaðan upp kaflar. Þessi gerð sögunnar er til í mörgum hand- ritum, flestum brotum. Hvar hún muni rituð er auð- vitað óvíst, en þegar á einum stað 2) er talað um Þór- hall Ásgrímsson, sem bú átti „suðr í Byskupstungum‘% þá er líklegt, að það sé úr þessari síðari gerð hennar^ því að áttatáknanir eru mjög breytilegar í handritum 1) Á þetta hefur próf. Sigurður Nordal bent :nér. 2) Útg. Sigurðar Nordals, bls. 262.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.