Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 23

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 23
21 an verið stytt með ýmsu móti í ýmsum stöðum, þar sem dýrkun Magnúsar fór fram. — Auk þessara heimilda má enn nefna ýmis kvæði um Magnús, sem bersýnilega styðjast við Vita Roðberts eða þann útdrátt úr henni, sem lesinn hefur verið í kirkjum.1) Við samanburð þessara heimilda kemur í Ijós, að Leg. er þannig til orðin, að úr Vita Roðberts eru teknar setningar hér og þar, stundum jafnvel heilir kaflar. Framan til eru meira teknir kaflar óbreyttir, í síðara helmingi virðist vera að ræða um nokkra endursamn- ingu, og er þó oftast fylgt orðalaginu í Vita. En í M I eru teknir upp langir kaflar úr Vita heilir og óstyttir; þegar á líður, ber þó nokkuð á, að Vita og Orkneyinga- sögu-textinn séu soðin saman. Hins vegar er, eins og þegar var tekið fram, aðaltextinn úr Orkneyinga sögu, og þegar svipað efni var í báðum heimildum, urðu þeir þættir úr Vita að þoka. MI talar hvað eftir annað um, að sögu (Vita) Magnús- ar hafi diktað meistari Roðbert. Af kafla einum má ráða með fullri vissu, að hann hefur verið í Orkneyjum, þeg- ar hann skrifaði söguna (hvort sem hann hefur verið orkneyskur eða ekki), og að Vita muni í fyrstu hafa verið lesin upp á píslardegi hans, Magnússmessu fyrri.2) 1) Þau eru: 1) Responsorium og Versus, sem mynda eina heild: Nová mundus resultet gloriá & c. (Icel. s. III 308 o. áfr., ennfr. 320—21); þetta er fyllst og hefur mestallt söguefni Leg. (skammst. hér á eftir Resp.). —- 2) Antiphona: Magnus ex pro- sapiá magná procreatus (Icel. s. III 307 o. áfr., 321—22; skammst. Antiph.). — 3) Hymnus: Hymnis perdulcibus Magni præconia (Icel. s. III 305—06; skammst. Hymn. I). — 1) Hymnus: Exul- temus concrepantes (Icel. s. III 316—17; skammst. Hymn. II). •— Þessi kvæði eru öll eftir hinum latnesku heimildum. Þá er: 5) Sequentia úr ísl. hdr.: Comitis generosi (Icel. s. I 303—05, III 327—29) og 6) Magnúsdiktur Eyjajarls (A M 721, 4to; 710 k 4to), og er erfiðara að segja, við hvaða rit þar er stuðzt. 2) Magnússmessa fyrri var 16. apríl, M. síðari, sem var upp- tekningardagur hans, 13. dec.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.