Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 14

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 14
12 hafði þar skóla; þar nam Þorlákur helgi. Um Eyjólf segir sagan, að hann hafði bæði „höfðingskap mikinn ok lærdóm góðan, gæzku og vitsmuni gnægri en flestir aðrir“.r) Þessi klerklegi lærdómur í Odda hefur verið arfur eftir Sæmund, sem naut óvenjulegrar virðingar meðal samtíðarmanna sinna vegna lærdóms síns, og synir hans hafa fetað í fótspor hans. Og þegar Jón Loftsson á að svara erkibiskups erindi, ber hann fyrir sig þessa ættmenn sína og hina fyrri biskupa; þegar Sighvatur Hálfdánarson á að svara kröfum Árna bisk- ups kringum öld síðar, ber hann líka fyrir sig Sæmund fróða.1 2 3) En einnig innlend fræði hafa verið höfð þar í met- um. Sagnarit Sæmundar byggðist á innlendu efni, þó að á latínu hafi verið. í Sturlu sögu segir, að „Oddi Þor- gilsson var at fóstri í Odda með Sæmundi Sigfússyni, ok varð hann fróðr“.s) Það væri gaman að geta vitað dálítið um þessi innlendu fræði í Odda. f riti um Odda- verja hefur Halldór Hermannsson gert tilraun til að komast að því.4) f formála Sigurðar Nordals að Egils sögu er líka minnzt á þetta. í því sem hér fer á eftir, langar mig til að leggja nokkuð til þess máls, og mun ég taka nokkuð sérstakt efni til meðferðar: sagnaritun, sem beint eða óbeint snertir ætt þeirra og ættrækni. Það má taka fram, að hér dregur eitt ritið annað á eftir sér, en í þetta sinn verður ekki fjallað nema um fáein af þeim, sem til greina geta komið. Þegar Snorri greinir frá heimildum sínum í formála Heimskringlu, kemst hann m. a. svo að orði: „í bók þessa lét ek rita fornar frásagnir um höfðingja þá, er ríki hafa haft á Norðrlöndum ok á danska tungu hafa 1) Bisk. I 90. 2) Bisk. I 693. 3) Sturlu s., 1. kap., Sturl. I 54. 4) Halldór Hermannsson: Sæmund Sigfússon and the Odda- verjar, Islandica XXII.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.