Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 25

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 25
23 og er auðséð, að þar er að ræða um alkunna staðreynd, synd sem ekki varð af skafin. En Roðbert kennir þetta illum félagsskap og kostar kapps um að sýna fram á, að Magnús hafi horfið frá villu síns vegar. Loks kemur hér í ljós megn óbeit á Hákoni jarli, sem lét drepa Magn- ús, og er farið um hann mörgum illum orðum, en menn hians kallaðir blóðþyrstir Beliels þjónar o. s. frv. í Orkn. s. og frásögnum um jarteiknir Magnúsar, sem bæði eru varðveittar í M II og einu handriti af Orkn. s. (325 I), segir frá því, að litlu eftir dauða Magn- úsar fóru menn að sjá ljós yfir leiði hans og vanheilir menn tóku bót, er til grafar hans komu. „En þó þorðu menn eigi þessu upp at halda, meðan Hákon jarl lifði“. Þá var Vilhjálmur hinn gamli biskup; „hann tortryggði lengi heilagleik Magnúss jarls“. Eftir dauða Hákonar jarls réðu landi synir hans, Haraldur sléttmáli og Páll ómálgi. Haraldur dó af göldrum, að því er sagan hermir, og réð Páll síðan einn landi. Nú gerast enn jarteiknir, en Vilhjálmur biskup drap því enn mjög í egg. 20 menn vanheilir fá heilsubót. „Þá tjáðu margir menn þat fyrir byskupi, at hann láti um verða talat við Pál jarl, at hann leggi lof á, at til væri leitat leiðisins, ok væri upp tekinn heilagr dómr Magnúss jarls. Byskup tók því þunglega, er þat var mælt“. Þó kemur svo, að biskup sjálfur fer að heita á Magnús, þegar honum liggur á, en Páll jarl lagði óþokka á alla þá menn, er fluttu heilagleik hans. Nú verður biskup blindur í kirkju og heitir enn á Magn- ús, lofar nú að taka upp bein hans „hvárt er þat líkaði Páli jarli vel eða illa“, og það gerir hann. Nú er heil- agur dómur jarls í Hrossey nokkra hríð. Þá dreymir Gunna bónda í Vesturey, að Magnús komi til hans og biðji að bera Vilhjálmi biskupi þau orð, að hann flytji bein hans til Kirkjuvogs. Segir nú Gunni frá þessu, þar sem staddur er bæði Páll jarl og Vilhjálmur biskup, og biðja margir biskup að verða við þessu. „Páll jarl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.