Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 46

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 46
44 skaparíþróttina. Með henni kemur nýtt blóð inn í ætt- ina, synir hennar bera af öðrum Oddaverjum á sama tíma. — Suma þeirra frænda skortir hið hófstillta og- jafnvæga afl Jóns Loftssonar. Fjárhagslega stendur ættin á föstum fótum. Samt er aðstaðan breytt. Hún er svo mannmörg, að auðug höf- uðból handa þeim frændum fer að þrjóta. Það er und- antekning að Oddaverji leiti út úr Rangárþingi, ein- mitt þegar höfðingjar annarsstaðar leggja sem mest kapp á að færa út kvíarnar. Oddaverjar dreifa sér um kirkjustaðina, ná fleirum og fleirum á sitt vald. í Odda sitja Vilhjálmur og Haraldur Sæmundarsynir, en síð- an kaupa Steinvararsynir staðinn. Filippus bjó á Stór- ólfshvoli, Hálfdán á Keldum, Björn í Gunnarsholti, Andrés í Eyvindarmúla og síðan Ytra-Skarði, en Andréssynir: Þórður á Völlum, Brandur í Skógum, Eyjólfur í Skarði. Margt af þessu hafa sjálfsagt verið góðar bújarðir og búskapur þar góður, en kirkjurnar voru flestar miklu fátækari og tekjuminni en hinar gömlu höfuðkirkjur. Á síðari hluta aldarinnar gerast þau stórtíðindi, sem breyta öllu, sem áður studdi þessa ætt: íslendingar ganga undir konung, goðarnir missa veldi sitt, en í ann- an stað verða Oddaverjar að láta kirkjurnar við Árna biskup. Þar með er hið gamla hrunið og nýr tími kom- inn. Vegna friðsemi sinnar koma þeir frændur ekki mjög mikið við sögur á þessum tímum. Þó má af ýmsu geta sér til um hugsunarhátt þeirra, þar á meðal gefa nafn- giftir þeirra mildar bendingar í þessa átt. Um þetta efni hef ég fjallað í ritgerðinni Nafngiftir Oddaverja x), og skal vísað til þess. Los kemst á gamlar nafngiftir, og ný nöfn héðan og handan fara að gera vart við sig. 1) Bidrag till nordisk filologi tillágnade Emil Olson, bls. 190 o. áfr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.