Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 46

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 46
44 skaparíþróttina. Með henni kemur nýtt blóð inn í ætt- ina, synir hennar bera af öðrum Oddaverjum á sama tíma. — Suma þeirra frænda skortir hið hófstillta og- jafnvæga afl Jóns Loftssonar. Fjárhagslega stendur ættin á föstum fótum. Samt er aðstaðan breytt. Hún er svo mannmörg, að auðug höf- uðból handa þeim frændum fer að þrjóta. Það er und- antekning að Oddaverji leiti út úr Rangárþingi, ein- mitt þegar höfðingjar annarsstaðar leggja sem mest kapp á að færa út kvíarnar. Oddaverjar dreifa sér um kirkjustaðina, ná fleirum og fleirum á sitt vald. í Odda sitja Vilhjálmur og Haraldur Sæmundarsynir, en síð- an kaupa Steinvararsynir staðinn. Filippus bjó á Stór- ólfshvoli, Hálfdán á Keldum, Björn í Gunnarsholti, Andrés í Eyvindarmúla og síðan Ytra-Skarði, en Andréssynir: Þórður á Völlum, Brandur í Skógum, Eyjólfur í Skarði. Margt af þessu hafa sjálfsagt verið góðar bújarðir og búskapur þar góður, en kirkjurnar voru flestar miklu fátækari og tekjuminni en hinar gömlu höfuðkirkjur. Á síðari hluta aldarinnar gerast þau stórtíðindi, sem breyta öllu, sem áður studdi þessa ætt: íslendingar ganga undir konung, goðarnir missa veldi sitt, en í ann- an stað verða Oddaverjar að láta kirkjurnar við Árna biskup. Þar með er hið gamla hrunið og nýr tími kom- inn. Vegna friðsemi sinnar koma þeir frændur ekki mjög mikið við sögur á þessum tímum. Þó má af ýmsu geta sér til um hugsunarhátt þeirra, þar á meðal gefa nafn- giftir þeirra mildar bendingar í þessa átt. Um þetta efni hef ég fjallað í ritgerðinni Nafngiftir Oddaverja x), og skal vísað til þess. Los kemst á gamlar nafngiftir, og ný nöfn héðan og handan fara að gera vart við sig. 1) Bidrag till nordisk filologi tillágnade Emil Olson, bls. 190 o. áfr.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.