Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 31

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 31
29 applicuit“. M I hefur hér blandaðan texta af Orkn. s. og Vita (bls. 361 neðantil —362). Orkn. s. seg'ir (bls. 114—15), að Magnús jarl kom fyrr til Eg- ilseyjar með lið sitt: „ok er þeir sá ferð Hákonar jarls, sá þeir, at hann hafði átta herskip; þóttisk hann þá vita, at um svik mundi búit. Sótti Magnús jarl þá upp á eyna með lið sitt ok til kirkju til bænar ok var þar um nóttina, en menn hans buðu at verja hann. Jarl svarar: „Leggja vil ek eigi líf yðvart í hættu fyrir mik, ok ef eigi verðr friðr settr með okkr frændum, þá verði sem guð vill“ ... Litlu síðar segir, að hann vildi „eigi flýja ok eigi fara langt frá fundi óvina sinna. Hann bazk fyrir rækiliga ok lét syngja sér messu“. Þess má geta, að danska þýð- ingin segir: „hand gick icke for nogen Aarsag til Kircken end at hand vilde forvare sit Liff“, sem hlýtur að vera misskilningur. í M II (bls. 288) stendur: „sótti hann ok fyrir trú sakir til kirkju“. Leg. (bls. 301) segist svo frá: „Seditionem igitur Hakonis comperiens Beatus Magnus se totum Deo committens, non timore perterritus nec formidine perculsus, ecclesiam adiit. Suis igitur vi vim repellere volentibus fertur respondisse, se mal- le injuriam accipere quam irrogare. Erat autem hora, qua sacer- dos, vestibus sacris indutus, in altari Unigenitum Patris sub specie panis et vini in signum humanæ reconciliationis præsen- tavit“. M I (bls. 362—63) sýður hér saman eins og fyrr, en þó ber hér meira á Vita-textanum, sem hefur verið langorðari en Leg. gefur til kynna. Eitt hið merkilegasta í þessum texta er það, að hér segir, að Magnús tók „í þeirri messu Corpus Do- mini“, en í Orkn. s. stendur síðar í sögunni (bls. 118) „þat cegja sumir menn, at hann tæki corpus domini, þá er honum var mess- an sungin“. Höfundur Orkn. s. hefur ekki með öllu viljað láta þetta niður falla, þó að hann færi hér fullt eins mikið eftir ann- ari heimild, eins og síðar mun minnzt á. Þá kemur frásögnin af því, þegar jarl var tekinn, og er hún frábrigðileg í Orkn. s. og Vita (Leg. og Vfía-texta M I). Þá kemur í Orkn. s. samtal jarlanna, Magnús býður ýmis boð, en þeim er ekki tekið. Enginn urmull er af þessum kafla, hvorki Leg. né Vita-texta M I, en sá kafli er í Orkn. s. settur í umgerð, sem bersýnilega er tekin úr Vita. Orkn. s. (bls. 116—17) segir, að Magnús „mælti til Hákonar jarls með staðföstum hug“. Síðan kemur samtalið og þar næst þessi orð: „Svá var inn virðuligi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.