Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 40

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 40
38 réttari. í þessu kemur fram rík söguleg gagnrýni og frjálsmannleg djörfung, hugsunarháttur hinna íslenzku djákn-höfðingja. Höfundurinn væri engan veginn óheppilegur fulltrúi Oddaverja, eins og hann sómir sér vel í hópi fyrirrennara og kennara Snorra. Orkneyinga saga virðist bera vott um mikla stað- þekkingu í eyjunum. Ég veit ekki hvort þetta mál hefur verið rannsakað vandlega, en þegar sagan er lesin, er erfitt að verjast þeirri tilfinningu, að stað- þekkingin sé bæði víðtæk og nákvæm. Margir íslenzk- ir menn hafa farið til Orkneyja á 12. og 13. öld, og voru meðal þeirra þeir Oddaverjar, sem getið var um hér að framan; er þar sízt að gleyma sendimönnum þeim, sem farið hafa að ræða um kvonarmálin af hendi Sæmundar. En væntanlega getur bæði stað- þekkingin og sumar sagnir að nokkru leyti skýrzt með orkneyskum sögumanni eða sögumönnum. Ég gat hér á undan um dvöl Þorkels rostungs í Odda heilan vetur. Nú vill svo einkennilega til, að ef hann væri aðalsögumaður, skýrðust mörg einkenni sögunn- ar. Hann er í Odda fyrir dauða Haralds jarls. Hann er af gæðingakyni, sem sýnist hafa verið sjálfstætt gagnvart jarli, en þó frekar vinveitt honum. Afi Þor- kels, Kolbeinn hrúga, var fóstri Ólafs Sveinssonar Ás- leifarsonar,1) en Fríða Kolbeinsdóttir hrúgu var gift Andrési Sveinssyni,2) og getur þetta skýrt það, sem sag- an segir frá Sveini. Hins vegar var Þorkell af ætt Hákon- ar jarls Pálssonar, því að Sigríður, langamma Þorkels, var dóttir Herbjargar (eða -borgar), systur jarls.3) Auð- vitað kemur mér ekki til hugar að fullyrða, að Þorkell sé aðalsögumaðurinn, en mér virðist margt falla í ljúfa löð, ef svo væri, og ég sé ekkert, sem mæli á móti því. 1) Orkn. s., bls. 302. 2) Bls. 321. 3) Páll •— Herbjörg — Sigríður — Herborg — Kolbeinn karl — Þorkell; bls. 89.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.