Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 10

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 10
8 Síðari Oddaverjar tóku enn aðra kirkjustaði í Rangár- þingi, eins og seinna mun vjkið að. Oddaverjar voru bundnir traustum böndum við kirkjustaðinn í Odda. En þeir voru þó engir heimaln- ingar. Þeir áttu ferðir eins víða um land og aðrar höfð- ingjaættir á þeim tíma. Og leið sumra þeirra lá til ann- ara þjóða, til að kynnast siðum þeirra og menntum. Sæmundur fróði fór suður til Frakklands og dvaldist þar árum saman við nám; segir sagan, að hann hafi þá verið búinn að gleyma allri þeirri fræði, er hann nam í æsku, og jafnvel skírnarnafni sínu; lengst var honum í minni hóllinn í túninu í Odda, þar sem hann lék sér í æsku. Loftur prestur sonur hans fór að minnsta kosti tvisvár til Noregs og kvæntist þar; Jón, sonur hans, ólst þar upp til ellefu ára aldurs og fór tvisvar utan síðan, svo að vitað sé. Páli Jónsson fór ungur í Orkneyjar, en þaðan til Englands í skóla „ok nam þar svá mikit nám, at trautt váru dæmi til, að nökkurr maðr hefði jafnmikit nám numit né þvílíkt á jafnlangri stund'*.1) Síðan fór hann utan til vígslu, til Noregs og Danmerkur. Þeim var því kunnugt um siðu erlendra þjóða, og þeir sóttu ekki útlendar menntir í eina átt. Þetta veitti þeim yfirlit og dómgreind og heilbrigða trú á sjálfa sig. íslendingar á lýðveldistímanum eru frjálsmannlegir í hugsun og framkomu. Hér koma til auður og veraldar- ráð. Og til þess að gefa Oddaverjum enn byr í seglin bættist ofan á það kyngöfgi meiri en nokkurrar ann- arar ættar hér á landi. Hinir fornu Oddaverjar röktu ætt sína til Danakonunga, en þeir voru ekki eina ís- lenzka höfðingjaættin, sem hrósaði sér af konunglegu blóði. En kona sú, er Loftur Sæmundarson hafði feng- ið í Noregi og átti með soninn Jón, reyndist vera dóttir Magnúsar konungs berfætts, og var því lýst yfir 1264, 1) Bisk. I 127.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.