Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 10

Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 10
8 Síðari Oddaverjar tóku enn aðra kirkjustaði í Rangár- þingi, eins og seinna mun vjkið að. Oddaverjar voru bundnir traustum böndum við kirkjustaðinn í Odda. En þeir voru þó engir heimaln- ingar. Þeir áttu ferðir eins víða um land og aðrar höfð- ingjaættir á þeim tíma. Og leið sumra þeirra lá til ann- ara þjóða, til að kynnast siðum þeirra og menntum. Sæmundur fróði fór suður til Frakklands og dvaldist þar árum saman við nám; segir sagan, að hann hafi þá verið búinn að gleyma allri þeirri fræði, er hann nam í æsku, og jafnvel skírnarnafni sínu; lengst var honum í minni hóllinn í túninu í Odda, þar sem hann lék sér í æsku. Loftur prestur sonur hans fór að minnsta kosti tvisvár til Noregs og kvæntist þar; Jón, sonur hans, ólst þar upp til ellefu ára aldurs og fór tvisvar utan síðan, svo að vitað sé. Páli Jónsson fór ungur í Orkneyjar, en þaðan til Englands í skóla „ok nam þar svá mikit nám, at trautt váru dæmi til, að nökkurr maðr hefði jafnmikit nám numit né þvílíkt á jafnlangri stund'*.1) Síðan fór hann utan til vígslu, til Noregs og Danmerkur. Þeim var því kunnugt um siðu erlendra þjóða, og þeir sóttu ekki útlendar menntir í eina átt. Þetta veitti þeim yfirlit og dómgreind og heilbrigða trú á sjálfa sig. íslendingar á lýðveldistímanum eru frjálsmannlegir í hugsun og framkomu. Hér koma til auður og veraldar- ráð. Og til þess að gefa Oddaverjum enn byr í seglin bættist ofan á það kyngöfgi meiri en nokkurrar ann- arar ættar hér á landi. Hinir fornu Oddaverjar röktu ætt sína til Danakonunga, en þeir voru ekki eina ís- lenzka höfðingjaættin, sem hrósaði sér af konunglegu blóði. En kona sú, er Loftur Sæmundarson hafði feng- ið í Noregi og átti með soninn Jón, reyndist vera dóttir Magnúsar konungs berfætts, og var því lýst yfir 1264, 1) Bisk. I 127.

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.