Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 34
32
þeir Hákon um;u i sameiningu hervirki, drápu Dufníal frænda
sinn. Um þetta hafði hann góða heimild, sem var drápa sú, sem
um Hákon var ort (sjá síðar). Þetta þykir mér sennilegust skýr-
ing, en þó væri líka hugsanlegt, að hin skrifaða heimild Orkn. s.
um Magnús hefði verið útdráttur úr Vita, þar sem þessu hefði
verið sleppt, eins og gert er í Aberdeen-breviarium.
2) Frá fyrri skiptum Magnúsar og Hákonar virðast lítils-
háttar missagnir í Orkn. s. og Vita, en annars er erfitt að átta
sig á Vita hér, því að Leg. fellir svo mikið niður. Þetta ber þó á
milli: Bæði M I (bls. 250) og Leg. segja, að Hákon fór „vestr
um haf ok tók undir sik allt ríki i Orkneyjum með svá mikilli
ágirni... at hann drap saklausan sýslumann Noregs konungs, er
þann helming Eyjanna hélt ok geymði, er inn helgi Magnús átti,
ok lagði þann veg undir sik allar Orkneyjar með ofríki; því at
hálfar Eyjarnar horfðu til hins heilaga Magnúss af föðurligri
erfð“. Leg. (bls. 300) orðar það svo: „Hako... irruens in quen-
dam procuratorem regis Norvegiæ, qui patriam beati Magni ex
parte regis administrabat, dominium Orkadiæ sibi subjugavit,
cum non nisi pars dimidia ei de jure competeret, alia autem pars
ad beatum Magnum jure hæredetario spectabat“. Aftur segir
Orkn. s. (bls. 108) : „Einum vetr eða tveimr eptir fall Magnúss
konungs kom vestan um haf Hákon Pálsson, ok gáfu konungar
honum jarlsnafn ok ríki slíkt sem burðir hans stóðu til. Fór
hann þá vestr um haf ok tók undir sik ríki í Orkneyjum. Hann
hafði jafnan fylgt Magnúsi konungi, meðan hann lifði; hann
var með honum í hernaði austr á Gautlandi, sem segir í drápu
þeiri, er ort er um Hákon Pálsson“. Hér er því ekki getið um
sýslumanninn. Hefur höfundi kannske þótt sú frásögn ósenni-
leg, þegar hann athugaði vináttu Hákonar við Noregskonunga?
Annars er vert að athuga, að hér vitnar Orkn. s. til heimildar,
sem nú er glötuð, drápunnar um Hákon. Til sama kvæðis er vitn-
að síðar (í 46. kap.) um atburði, sem ekki hafa staðið í Vita, víg
Dufníals o. fl. Það er einkennilegt, að ekki eru teknar upp vísur
úr drápunni; líklega hefur hún verið orkneysk, og hafa íslend-
ingar því ekki kunnað hana, en hinn orkneyski heimildarmaður
þekkt efni hennar, en ekki meira.
3) Leg. (bls. 300) segir, að þegar Magnús frétti, að Hákon
hefði tekið Orkneyjar undir sig, fór hann til Heinreks Engla-
konungs og síðan til helgra staða. Þess er líka getið í M I (bls.
J