Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 41

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 41
39 Og yfirleitt virðist hér margt fara saman, sem skýrt getur tilorðningu sögunnar og einkenni. Oddaverjar hafa haft svo mikil kynni af Orkneying- um, að þeir hafa farið nærri um menntir og andlegt líf þar í eyjunum. Þeir hafa heyrt, í hve miklum há- vegum Orkneyingar höfðu kveðskap og fornkappasög- ur. Hér hefur Oddaverja og Orkneyinga vafalaust ekki skilið neitt á, því að slíkt hefur verið í miklum metum með Oddaverjum og þeir kunnað á því góð skil. Odda- verjar hafa sjálfsagt þekkt kvæði Orkneyinga (eða þau sem talin eru vera það), svo sem Háttalykil Rögnvalds, Jómsvíkingadrápu Bjarna biskups og Málsháttakvæði. Það má vel vera, sem Halldór Hermannsson heldur,1) að Jómsvíkingadrápa og Málsháttakvæði, sem varð- veitt eru í Konungsbók Snorra-Eddu, séu komin frá Odda, þó að rök séu annars ekki til um það. — En með Orkneyingum hafa þeir líka kynnzt nýjum suðrænum áhrifum, riddara-rómantíkinni, sem var að breiðast út á síðari hluta 12. aldar. Hún var þeim meiri nýjung, þó að sumir Oddaverjar hafi orðið hennar varir á ferð- um sínum sunnar 1 Evrópu. V. Við Skjöldunga, sögu er enn erfiðara að eiga en Orkneyinga sögu, því að hún er nú glötuð. Brot af henni koma fram í ritum Snorra, bæði Eddu og Heims- kringlu, en þó varla svo, að Snorri hafi ekki breytt orðalagi nokkuð, eins og hans var vandi. í Ynglinga sögu er ritið nefnt með nafni: „frá þessarri orrostu er langt sagt í Skjöldunga sögu“.2) Auk kaflanna hjá Snorra eru hér og þar önnur brot, þar á meðal frásögn sú, sem kölluð hefur verið Sögu- brot af fornkonungum. Ennfremur er til einskonar 1) Sæmund Sigfússon ... 41—42. 2) Hkr. I 56.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.