Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 42

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 42
40 þýðing á latínu af sögunni eftir Arngrím lærða, sem þó hefur ekki haft hana alveg heila.1) Þessi þýðing og yngri brotin eru talin vera úr síðari, styttri gerð sög- unnar, sem ætluð hefur verið til að mynda upphaf sögu- bálks um Danakonunga (Knytlinga s.) ; fyrirmynd þess verks er sjálfsagt Heimskringla Snorra, sem byrjar einmitt með sögu Noregskonunga í forneskju. Þessi gerð er sennilegast af Vesturlandi. Skjöldunga saga hefur verið fyrirmynd Ynglinga sögu Snorra og að ýmsu leyti eftir svipuðum heimild- um. Þó hefur uppistaðan verið gamla ættartalan; þar var fengin konungaröð, sem fylgja mátti hér svo langt sem hún náði. En inn í er ofið gömlum hetjusögum, sem að töluverðu, jafnvel miklu leyti studdust við kvæði; er það söguefni notað. 1 sögunni hefur verið töluvert af ættartölum og mannanöfnum, en á köflum hefur sagan þó breitt úr sér eins og á á sléttlendi — þar sem söguefni var mikið. Af þessu hefur ritið orðið miklu skemmtilegra en Ynglinga saga, sem fer mest eftir einu þulukenndu kvæði. En fornkvæðin um Skjöld- unga munu sum hver hafa verið prýðilegur skáldskap- ur, og þess hefur Skjöldunga saga notið. Stíllinn virð- ist hafa verið ágætur; að vísu er ekki alveg að marka brotin hjá Snorra, sem vel mega bera merki eftir meist- arahönd hans, en Sögubrot gefur sömu bendingu. Mér virðist það nú allra sennilegast, að þetta rit sé skrifað undir verndarvæng Oddaverja. Það er afspring- ur gömlu ættartölunnar, eins og hann hlaut að vera, þegar íslenzk sagnaritun var komin í blóma. Engum stóð nær að skrifa þetta en þeim, því að með Skjöld- unga sögu færðu þeir í letur minningar sinnar eigin ættar og juku veg hennar. — Nú voru þeir á tvo vegu bundnir Skjöldungum, með niðjakvísl þeirri, sem lá frá 1) Útg\ af Axel Olrik í Aarböger 1894 með vandaðri rann- sókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.