Studia Islandica - 01.06.1937, Side 42
40
þýðing á latínu af sögunni eftir Arngrím lærða, sem
þó hefur ekki haft hana alveg heila.1) Þessi þýðing og
yngri brotin eru talin vera úr síðari, styttri gerð sög-
unnar, sem ætluð hefur verið til að mynda upphaf sögu-
bálks um Danakonunga (Knytlinga s.) ; fyrirmynd þess
verks er sjálfsagt Heimskringla Snorra, sem byrjar
einmitt með sögu Noregskonunga í forneskju. Þessi
gerð er sennilegast af Vesturlandi.
Skjöldunga saga hefur verið fyrirmynd Ynglinga
sögu Snorra og að ýmsu leyti eftir svipuðum heimild-
um. Þó hefur uppistaðan verið gamla ættartalan; þar
var fengin konungaröð, sem fylgja mátti hér svo langt
sem hún náði. En inn í er ofið gömlum hetjusögum,
sem að töluverðu, jafnvel miklu leyti studdust við
kvæði; er það söguefni notað. 1 sögunni hefur verið
töluvert af ættartölum og mannanöfnum, en á köflum
hefur sagan þó breitt úr sér eins og á á sléttlendi — þar
sem söguefni var mikið. Af þessu hefur ritið orðið
miklu skemmtilegra en Ynglinga saga, sem fer mest
eftir einu þulukenndu kvæði. En fornkvæðin um Skjöld-
unga munu sum hver hafa verið prýðilegur skáldskap-
ur, og þess hefur Skjöldunga saga notið. Stíllinn virð-
ist hafa verið ágætur; að vísu er ekki alveg að marka
brotin hjá Snorra, sem vel mega bera merki eftir meist-
arahönd hans, en Sögubrot gefur sömu bendingu.
Mér virðist það nú allra sennilegast, að þetta rit sé
skrifað undir verndarvæng Oddaverja. Það er afspring-
ur gömlu ættartölunnar, eins og hann hlaut að vera,
þegar íslenzk sagnaritun var komin í blóma. Engum
stóð nær að skrifa þetta en þeim, því að með Skjöld-
unga sögu færðu þeir í letur minningar sinnar eigin
ættar og juku veg hennar. — Nú voru þeir á tvo vegu
bundnir Skjöldungum, með niðjakvísl þeirri, sem lá frá
1) Útg\ af Axel Olrik í Aarböger 1894 með vandaðri rann-
sókn.