Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 19

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 19
17 Það verður, þegar á allt er litið, að telja sennilegra, að Orkneyinga saga sé rituð með einhverri höfðingja- ætt; hún virðist benda á slíkan hugsunarhátt og mennt- un. Þó að eitt og annað standi í heimildum um skipti Is- lendinga og Orkneyinga seint á 12. öld og um 1200,J) þá eru ekki margar höfðingjaættir íslenzkar, sem séð verði að hafi staðið í sambandi við fyrirmenn í eyjun- um um þetta leyti. Guðný Þorvarðsdóttir frá Hvassa- felli í Eyjafirði, sem fyrst átti Þorgeir Brandsson bisk- ups, var síðan gift Eiríki Hákonarsyni úr Orkneyjum, dóttursyni Sigurðar slembidjákns.1 2) Hrafn Sveinbjarn- arson hefur á yngri árum kynnzt Bjarna biskupi 1 Orkn- eyjum, og sendi Bjarni honum góðar gjafir út hingað.3) Miklu meiri vitnisburðir eru þó um skipti Oddaverja og Orkneyinga, og fer ekki hjá, að þar hefur kunnings- skapurinn verið mestur. Páll biskup Jónsson hafði verið með Haraldi jarli, þegar hann fór til náms, og Loftur. sonur hans, sótti heim Bjarna biskup í Orkneyjar (um 1209—10).4) Til Sæmundar leituðu orkneyskir kaup- menn, sem höfðu haft veturvist með Snorra Sturlusyni á Borg (fyrir 1206). Hafði lítt lagzt á með Snorra og kaupmönnum, og varð úr fullur fjandskapur. Um vorið lögðu kaupmenn í haf, en urðu afturreka á Eyrar, riðu þeir í Odda og tók Sæmundur við stýrimanni, sem Þor- kell hét rostungur Kolbeinsson karls, bróður Bjarna biskups, „mest fyrir vináttu sakar við Bjarna bysk- up“.5) Dvöldust kaupmenn með Sæmundi heilan vetur. Ég mun síðar minnast nánar á, hversu þeir frændur koma við Orkneyinga sögu. 1) Sjá t. d. Bisk. I 210, Sturl. I 103, 199, 326. 2) Bisk. I 408, Sturl. I 122. Eiríkur var Hákonarson klóar, Hávarðssonar Gunnasonar, Orkn. s. 129, en móðir hans Ingi- gerður Sigurðardóttir og Auðhildar, Orkn. s. 124. 3) Bisk. I 641. 4) Bisk. I 127, 143. 5) Sturl. I 272. 2 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.