Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 19

Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 19
17 Það verður, þegar á allt er litið, að telja sennilegra, að Orkneyinga saga sé rituð með einhverri höfðingja- ætt; hún virðist benda á slíkan hugsunarhátt og mennt- un. Þó að eitt og annað standi í heimildum um skipti Is- lendinga og Orkneyinga seint á 12. öld og um 1200,J) þá eru ekki margar höfðingjaættir íslenzkar, sem séð verði að hafi staðið í sambandi við fyrirmenn í eyjun- um um þetta leyti. Guðný Þorvarðsdóttir frá Hvassa- felli í Eyjafirði, sem fyrst átti Þorgeir Brandsson bisk- ups, var síðan gift Eiríki Hákonarsyni úr Orkneyjum, dóttursyni Sigurðar slembidjákns.1 2) Hrafn Sveinbjarn- arson hefur á yngri árum kynnzt Bjarna biskupi 1 Orkn- eyjum, og sendi Bjarni honum góðar gjafir út hingað.3) Miklu meiri vitnisburðir eru þó um skipti Oddaverja og Orkneyinga, og fer ekki hjá, að þar hefur kunnings- skapurinn verið mestur. Páll biskup Jónsson hafði verið með Haraldi jarli, þegar hann fór til náms, og Loftur. sonur hans, sótti heim Bjarna biskup í Orkneyjar (um 1209—10).4) Til Sæmundar leituðu orkneyskir kaup- menn, sem höfðu haft veturvist með Snorra Sturlusyni á Borg (fyrir 1206). Hafði lítt lagzt á með Snorra og kaupmönnum, og varð úr fullur fjandskapur. Um vorið lögðu kaupmenn í haf, en urðu afturreka á Eyrar, riðu þeir í Odda og tók Sæmundur við stýrimanni, sem Þor- kell hét rostungur Kolbeinsson karls, bróður Bjarna biskups, „mest fyrir vináttu sakar við Bjarna bysk- up“.5) Dvöldust kaupmenn með Sæmundi heilan vetur. Ég mun síðar minnast nánar á, hversu þeir frændur koma við Orkneyinga sögu. 1) Sjá t. d. Bisk. I 210, Sturl. I 103, 199, 326. 2) Bisk. I 408, Sturl. I 122. Eiríkur var Hákonarson klóar, Hávarðssonar Gunnasonar, Orkn. s. 129, en móðir hans Ingi- gerður Sigurðardóttir og Auðhildar, Orkn. s. 124. 3) Bisk. I 641. 4) Bisk. I 127, 143. 5) Sturl. I 272. 2 L

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.