Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 24

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 24
22 Ennfremur segir þar: „Meistari Roðbert diktaði þessa sögu á latínu til virðingar ok sæmðar inum heilaga Magnúsi Eyjajarli at liðnum xx vetrum frá hans písl'1.1) Guðbrandur Vigfússon leggur lítið upp úr þessari tölu 2) og hyggur eins líklegt, að þar hafi átt að standa cxx eða lxx, og í sama streng tekur Finnur Jónsson.3) En hinsvegar eru engin rök færð fyrir þessu. Og ef að er gáð, kemur í ljós, að talan 20 er býsna mikilvæg í sögu Magnúsar. Orkneyinga saga (hdr. AM 325 I 4to) segir, að Magnús hafi legið í moldu einn vetur og tuttugu, en í Magnúss sögu hinni skemmri (M II) segir, að bein hans hafi verið tekin upp, þegar tuttugu vetur voru liðn- ir frá andláti hans.4) í flestum íslenzkum annálum er gert ráð fyrir, að Magnús hafi verið drepinn 1116, en hins vegar að Rögnvaldur kali hafi unnið Orkneyjar 1136, en þetta stendur í sambandi við upptekt beina Magnúsar, svo sem ég mun brátt koma að. Þegar tekið er tillit til þess feiknarlega ruglings, sem er í heimild- um um dánarár Magnúsar, þá verður að leggja mikið upp úr þessum 20 árum, sem svo margar heimildir eru sammála um. M. ö. o. Vita Roðberts er samin einmitt um það leyti, þegar bein hans eru tekin upp, hún er, ásamt jarteiknabókum, ætluð til að sýna og sanna helgi hans. Ef stefna ritsins er athuguð, kemur einmitt þetta fyrst og fremst í ljós. Það er gert mikið úr réttlæti Magnúsar og friðsemi, að hann vildi heldur þola órétt en fremja hann, ennfremur verður Roðbert mælskur, þegar hann útmálar skírlífi hans. Þess er getið, að Magnús hafi verið í víkingu og hernaði á unga aldri, 1) Icel. s. I 269. 2) S. st., nm. 3) Litt. hist. II 652. Aftur á móti hefur Finnur Magnússon, Nord. Tidskr. for Oldkh. III 315, ekki séð ástæðu til að reng'ja töluna. 4) Orkn. s. 133, Ieel. s. I 293.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.