Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 18

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 18
16 ættartalan fyllt út með því að endurtaka nöfnin. Um ættliði og tíma mátti hafa hliðsjón af Ynglingatali. Um 1190 hefur konungabók Sæmundar orðið undir- staða kvæðisins Noregskonungatals, sem ort var til dýrðar Jóni Loftssyni. Þá var fyrir löngu komið upp, að móðir hans var konungsdóttir, og var það allt miklu nýrra en hin gamla ættartala og skiljanlegt, að það skyggði á hana, einkum þar sem ætt Noregskonunga mátti bæði rekja til Ynglinga og Skjöldunga, og þurfti ekki að feta sig eftir hinum lítt þekktu mannanöfnum úr síðasta kaflanum (C). Noregskonungatal er reglu- legt lofkvæði og segir gjörla frá tilgangi sínum, svo að ekkert er um að villast, eins og oft getur orðið um það, sem skráð er í óbundnu máli. Hér að framan var þess getið, að líklegt mætti þykja, að Snorri hafi numið eitthvað af fræðum sínum í Odda. Hið mikla safn sagnarita, sem hann hefur haft, hefur hann vitanlega dregið saman úr ýmsum áttum, frá kunn- ingjum sínum hér og þar um land. Það mætti þykja ótrúlegt, að hann hefði ekkert fengið frá Odda, slíku menntasetri, annaðhvort í bókum, sem hann þekkti úr æsku, eða þeim sem síðar voru ritaðar þar syðra. Vissu- lega mætti láta sér detta í hug ýmis rit framar öðrum, sem þannig væru komín til hans, en af þeim skal ég hér nefna tvö, sem mér virðist alveg sérstaklega ástæða að láta sér til hugar koma, að rituð séu í þeim hluta lands. Það er Orkneyinga saga og Skjöldunga saga. IV. Þegar leitað er rúms fyrir Orkneyinga sögu með Is- lendingum á öndverðum dögum Snorra Sturlusonar, þá virðist mér ýmsar ástæður mæla með því, að hún sé til orðin á vegum Oddaverja, ástæður sem bæði eru al- mennar og sérstakar, en ekkert virðist mér unnt að finna, sem mæli móti því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.