Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 27

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 27
25 ar Orkneyjar af Noregskonungum, sækir vestur. Hann á bandamenn á Skotlandi, þar sem er Frakökk og Ölvir rósta og tengdamenn þeirra skozkir (Maddaður jarl og Haraldur sonur hans). Hann nær fyrst tökum á Hjalt- landi, en Orkneyjar liggja vitanlega ekki lausar fyrir. Þá er það á húsþingi í Hernum, að Rögnvaldur heitir á Magnús jarl og lofar að gera steinmusteri í Kirkjuvogi og vígja honum, „ok yrði þangat komit hans helgum dómi ok biskupsstólinum með“. Þetta heit virðist þá fest, áður en beinin voru flutt í Kirkjuvog, en eftir að þau voru upp tekin. Nú er skiljanlegt, að Vilhjálmur þorir að hreyfa sig. Vitanlega mega hér hafa farið á milli orð leynileg, en þó hefur Vilhjálmur sjálfsagt ekki farið lengra en svo, að hann flyti, hversu sem færi. Sem kirkjunnar maður gat hann vel haft ástæður til að styðja helgi Magnúsar, þegar séð varð, að það mál hefði verulegan framgang. — Fyrirtæki Rögnvalds tókst vel, hann komst að hálfum eyjum, en litlu síðar var Páll jarl fangaður af Sveini Ásleifarsyni og fluttur upp á Skotland. Nú er auðvitað ekki unnt að segja nákvæmlega, á hvaða tíma Vita Roðberts er samin, nema að hún er til orðin um þetta leyti. Hún er vitanlega mjög mikilsverð fyrir Rögnvald jarl, þar sem hún boðar af miklum á- huga helgi Magnúsar og er harðskeytt í fjandskapnum við Hákon jarl. Það er ekki að efa, að fylgismenn Rögn- valds muni hafa haldið henni á lofti. Eins konar framhald af Vita eru frásagnir af jar- teiknum Magnúsar. Þær þurfa ekki að vera eftir Roð- bert, enda með allt öðrum blæ, en Vita og jarteiknabók- in mynda þó að nokkru leyti eina heild. Texti sá, er tengir saman þessi tvö rit, er nú aðeins til í gerð Orkn- eyinga sögu, og hefur líklega verið eitthvað öðruvísi í upphafi, væntanlega varla verið talað svo bert um Vil- hjálm biskup (hér er eyða í MI). Vafalaust hefur jar- teiknabókin í öndverðu verið á latínu, enda er vikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.