Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 27

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 27
25 ar Orkneyjar af Noregskonungum, sækir vestur. Hann á bandamenn á Skotlandi, þar sem er Frakökk og Ölvir rósta og tengdamenn þeirra skozkir (Maddaður jarl og Haraldur sonur hans). Hann nær fyrst tökum á Hjalt- landi, en Orkneyjar liggja vitanlega ekki lausar fyrir. Þá er það á húsþingi í Hernum, að Rögnvaldur heitir á Magnús jarl og lofar að gera steinmusteri í Kirkjuvogi og vígja honum, „ok yrði þangat komit hans helgum dómi ok biskupsstólinum með“. Þetta heit virðist þá fest, áður en beinin voru flutt í Kirkjuvog, en eftir að þau voru upp tekin. Nú er skiljanlegt, að Vilhjálmur þorir að hreyfa sig. Vitanlega mega hér hafa farið á milli orð leynileg, en þó hefur Vilhjálmur sjálfsagt ekki farið lengra en svo, að hann flyti, hversu sem færi. Sem kirkjunnar maður gat hann vel haft ástæður til að styðja helgi Magnúsar, þegar séð varð, að það mál hefði verulegan framgang. — Fyrirtæki Rögnvalds tókst vel, hann komst að hálfum eyjum, en litlu síðar var Páll jarl fangaður af Sveini Ásleifarsyni og fluttur upp á Skotland. Nú er auðvitað ekki unnt að segja nákvæmlega, á hvaða tíma Vita Roðberts er samin, nema að hún er til orðin um þetta leyti. Hún er vitanlega mjög mikilsverð fyrir Rögnvald jarl, þar sem hún boðar af miklum á- huga helgi Magnúsar og er harðskeytt í fjandskapnum við Hákon jarl. Það er ekki að efa, að fylgismenn Rögn- valds muni hafa haldið henni á lofti. Eins konar framhald af Vita eru frásagnir af jar- teiknum Magnúsar. Þær þurfa ekki að vera eftir Roð- bert, enda með allt öðrum blæ, en Vita og jarteiknabók- in mynda þó að nokkru leyti eina heild. Texti sá, er tengir saman þessi tvö rit, er nú aðeins til í gerð Orkn- eyinga sögu, og hefur líklega verið eitthvað öðruvísi í upphafi, væntanlega varla verið talað svo bert um Vil- hjálm biskup (hér er eyða í MI). Vafalaust hefur jar- teiknabókin í öndverðu verið á latínu, enda er vikið

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.