Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 9

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 9
7 hans þó án efa frá dögum þeirra feðga, Jóns og Sæ- mundar. Kirkjan á allmikinn fénað og þessar jarðeign- ir: „heimaland allt, Fróðaholt tvau, Bergvað, Langa- gerði, Fjósaland, Selsland“ og fjörur nokkrar fyrir Landeyjasandi. „Þessar eru skyldur í Odda“: 31 gam- all geldingur, 35 geldingar tvævetrir, 18 geldingar vet- urgamlir — skyldi gjalda þetta árlega af ýmsum bæj- um í Rangárþingi „ok skal gjalda fimmtudaginn fyrsta í sumri af (h)endi, ok skulu allir vera svá holdugir, at þeir anni götu á degi í Odda“; hér við bætast rúmlega 10 vættir matar, rúmlega 4 vættir osts og 10 osthleif- ar, rúmir 24 aurar vaðmála og 12 aurar lögaura, korn lítilsháttar og úr Vestmannaeyjum 1 hundrað fiska og 4 saltbelgir, en auk þess skyldi hver bóndi milli Þjórs- ár og Jökulsár á Sólheimasandi gjalda einn osthleif í Odda hvert haust.1) Þetta síðasta sýnir bezt, að hér eru stjórnmál og kirkjumál saman gróin, því að þetta eru takmörk Rangárþings. Þetta gjald er í orði kveðnu til Oddakirkju, en í raun og veru til héraðshöfðingj- ans, sem þykir vænna til vinsælda og betra til frambúð- ar, að það sé bundið við trúarstofnun, en ekki höfð- ingjadæmi. — Tekjur Oddakirkju virðast hafa verið meiri en nokkurrar kirkju annarar, að stólskirkjum og klaustrum undan skildum, á þeim var fjárhagslegt veldi Oddaverja fyrst og fremst reist, og þegar kirkjuvald- inu tókst að fá viðurkenndar kröfur sínar á eign kirkj- unnar, var veldi ættarinnar um leið brotið á bak aftur. Þetta var þó ekki eina kirkjan í eign þeirra; það verður ekki með fullu greint, yfir hverjum Jón Lofts- son hafði ráð nema Höfðabrekku og Keldum, en synir hans áttu Ytra-Skarð, Gunnarsholt og Breiðabólstað í Fljótshlíð, sem var mjög auðugur staður (þá kirkju fékk Ormur Jónsson fyrir tilstilli Þorláks biskups.2) 1) Dipl. Isl. II 86—88. 2) Sturl. I 221.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.