Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 9
7
hans þó án efa frá dögum þeirra feðga, Jóns og Sæ-
mundar. Kirkjan á allmikinn fénað og þessar jarðeign-
ir: „heimaland allt, Fróðaholt tvau, Bergvað, Langa-
gerði, Fjósaland, Selsland“ og fjörur nokkrar fyrir
Landeyjasandi. „Þessar eru skyldur í Odda“: 31 gam-
all geldingur, 35 geldingar tvævetrir, 18 geldingar vet-
urgamlir — skyldi gjalda þetta árlega af ýmsum bæj-
um í Rangárþingi „ok skal gjalda fimmtudaginn fyrsta
í sumri af (h)endi, ok skulu allir vera svá holdugir, at
þeir anni götu á degi í Odda“; hér við bætast rúmlega
10 vættir matar, rúmlega 4 vættir osts og 10 osthleif-
ar, rúmir 24 aurar vaðmála og 12 aurar lögaura, korn
lítilsháttar og úr Vestmannaeyjum 1 hundrað fiska og
4 saltbelgir, en auk þess skyldi hver bóndi milli Þjórs-
ár og Jökulsár á Sólheimasandi gjalda einn osthleif í
Odda hvert haust.1) Þetta síðasta sýnir bezt, að hér
eru stjórnmál og kirkjumál saman gróin, því að þetta
eru takmörk Rangárþings. Þetta gjald er í orði kveðnu
til Oddakirkju, en í raun og veru til héraðshöfðingj-
ans, sem þykir vænna til vinsælda og betra til frambúð-
ar, að það sé bundið við trúarstofnun, en ekki höfð-
ingjadæmi. — Tekjur Oddakirkju virðast hafa verið
meiri en nokkurrar kirkju annarar, að stólskirkjum og
klaustrum undan skildum, á þeim var fjárhagslegt veldi
Oddaverja fyrst og fremst reist, og þegar kirkjuvald-
inu tókst að fá viðurkenndar kröfur sínar á eign kirkj-
unnar, var veldi ættarinnar um leið brotið á bak aftur.
Þetta var þó ekki eina kirkjan í eign þeirra; það
verður ekki með fullu greint, yfir hverjum Jón Lofts-
son hafði ráð nema Höfðabrekku og Keldum, en synir
hans áttu Ytra-Skarð, Gunnarsholt og Breiðabólstað í
Fljótshlíð, sem var mjög auðugur staður (þá kirkju
fékk Ormur Jónsson fyrir tilstilli Þorláks biskups.2)
1) Dipl. Isl. II 86—88.
2) Sturl. I 221.