Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 22

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 22
20 Aðaltexti þess rits er úr Orkn. s., en í þann texta eru skeyttir kaflar úr Vita. Guðbrandur Vigfússon telur auðgert að greina sundur þessar tvær heimildir í M I, en hér má þó búast við því, að sá maður, sem sauð þær saman, kunni að hafa breytt einhverju og bætt öðru við frá eigin brjósti. Gerlegt mun þó að greiða úr þessu, svo að ekki verða nema fáar efasamar setningar eftir. Mikla hjálp er í þessu efni að fá úr öðru riti, sem menn hafa ekki notað hingað til í þessum tilgangi, svo að mér sé kunnugt, en það er ævisögubrot Magnúsar, sem farið hefur verið með í kirkjum á messudegi hans. Þetta brot er til í ýmsum myndum, sem auðsjáanlega eru allar af sömu rót. Yfirleitt er ýtarlegust sú gerð, sem Guð- brandur Vigfússon hefur gefið út eftir A. M. 670 f, 4to, og kallar Legenda de Sancto Magno,1) og nota ég hana mest við samanburðinn hér á eftir (skammstafað Leg.). Neðanmáls í útgáfu Guðbrands er orðamunur, skrifaður af Árna Magnússyni, og er hann ekki alveg þýðingarlaus. Önnur aðalgerð ævisögubrotsins er varð- veitt í Aberdeen-breviarium.2) Þar er sleppt ýmsum köflum, sem eru í Leg., svo sem víkingu Magnúsar og vesturför Noregskonungs (Leg. 29915—30012) og ferð Magnúsar til Englakonungs (Leg. 30019—3011). í frá- sögunni af lífláti Magnúsar fellir Brev. aðra stundina úr hálfar eða heilar setningar, bætir hina stundina við (og eru þær viðbætur þá í samræmi við M I). Hinni stuttu klausu um Þóru, móður Magnúsar, sem fær Há- kon til að veita honum greftrun (Leg. 3021-3) er sleppt í Brev., en í þess stað teknir upp tveir kaflar úr prédik- un Roðberts, sem varðveitt er í M I (bls. 2680-23, 26832— 269°). Það er gott að hafa í huga þann mismun, sem er á Leg. og Brev. Frumheimild þeirra hefur sjálfsagt haft allt sem í þeim stendur, ef ekki meira, en hún síð- 1) Icelandic sagas I 299—302. 2) Prentað í Icelandic sagas III 308 o. áfr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.