Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 38
36
nærmeste efterkommere og maaske nogle af hans gamle
vaabenfæller“.1)
Loks skal ég bæta við, að Orkn. s. virðist ekki höll
undir Harald jarl Maddaðarson, en vitanlega ekki held-
ur óvinveitt honum. Góð til athugunar er frásögn af
Haraldi, þegar Rögnvaldur jarl var drepinn; þar þurfti
lítið til, að á Harald væri hallað, en líka mátti segja sög-
una honum í vil; í Orkn. s. er farið bil beggja.
Um aldur Orkn. s. virðast menn hafa verið nokkuð
á einu máli, að hún sé rituð um 1200. Ég skal um það
efni sérstaklega benda á hina ýtarlegu röksemdaleiðslu
Sigurðar Nordals í formála að útgáfu hans. Hér er því
ekki ástæða til að gera meira en drepa á þetta efni. Sag-
an er skrifuð eftir 1192, þegar helgi Rögnvalds jarls
var viðurkennd og bein hans upp tekin af Bjarna bisk-
upi. Engin ástæða virðist til að ætla, að sú klausa, sem
segir frá þessu í sögunni (104. kap.), sé seinni tíma við-
bót né til komin við síðari gerð sögunnar, enda veit ég
ekki til, að því hafi verið haldið fram. Ýmsir aðrir hlutir
í sögunni benda á, að sagan sé ekki eldri, t. d. ættar-
tölur: börn Eiríks stagbrells, Dalverjaætt, börn Kol-
beins hrúgu,2) synir Sveins Ásleifarsonar.
Hins vegar er ýmislegt, sem virðist marka ritun sög-
unnar nokkuð þröngan bás, eins og Sigurður Nordal3)
hefur bent á. Skal ég af því nefna tvennt. Sagan minn-
ist ekki á dauða Haralds jarls Maddaðarsonar né síðara
hjónaband hans. í 105. kap. er nefnd fyrri kona hans
og börn þeirra, en söguritarinn hlýtur þó að hafa þekkt
síðara kvonfang hans líka. Aftan við söguna eru talin
upp börn jarls hin síðari: Þorfinnur, Davíð, Jón, Gunn-
hildur, Herborg og Langlíf. Langlíf hlýtur að hafa verið
frumvaxta um 1200, og ekki er annars getið en Davíð og
Jón hafi verið uppkomnir, þegar þeir tóku ríki eftir föð-
1) Bls. v.
2) Orkn. s. 316, 307, 214.
3) Orkn. s. ii, V.
á