Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 22

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 22
20 Aðaltexti þess rits er úr Orkn. s., en í þann texta eru skeyttir kaflar úr Vita. Guðbrandur Vigfússon telur auðgert að greina sundur þessar tvær heimildir í M I, en hér má þó búast við því, að sá maður, sem sauð þær saman, kunni að hafa breytt einhverju og bætt öðru við frá eigin brjósti. Gerlegt mun þó að greiða úr þessu, svo að ekki verða nema fáar efasamar setningar eftir. Mikla hjálp er í þessu efni að fá úr öðru riti, sem menn hafa ekki notað hingað til í þessum tilgangi, svo að mér sé kunnugt, en það er ævisögubrot Magnúsar, sem farið hefur verið með í kirkjum á messudegi hans. Þetta brot er til í ýmsum myndum, sem auðsjáanlega eru allar af sömu rót. Yfirleitt er ýtarlegust sú gerð, sem Guð- brandur Vigfússon hefur gefið út eftir A. M. 670 f, 4to, og kallar Legenda de Sancto Magno,1) og nota ég hana mest við samanburðinn hér á eftir (skammstafað Leg.). Neðanmáls í útgáfu Guðbrands er orðamunur, skrifaður af Árna Magnússyni, og er hann ekki alveg þýðingarlaus. Önnur aðalgerð ævisögubrotsins er varð- veitt í Aberdeen-breviarium.2) Þar er sleppt ýmsum köflum, sem eru í Leg., svo sem víkingu Magnúsar og vesturför Noregskonungs (Leg. 29915—30012) og ferð Magnúsar til Englakonungs (Leg. 30019—3011). í frá- sögunni af lífláti Magnúsar fellir Brev. aðra stundina úr hálfar eða heilar setningar, bætir hina stundina við (og eru þær viðbætur þá í samræmi við M I). Hinni stuttu klausu um Þóru, móður Magnúsar, sem fær Há- kon til að veita honum greftrun (Leg. 3021-3) er sleppt í Brev., en í þess stað teknir upp tveir kaflar úr prédik- un Roðberts, sem varðveitt er í M I (bls. 2680-23, 26832— 269°). Það er gott að hafa í huga þann mismun, sem er á Leg. og Brev. Frumheimild þeirra hefur sjálfsagt haft allt sem í þeim stendur, ef ekki meira, en hún síð- 1) Icelandic sagas I 299—302. 2) Prentað í Icelandic sagas III 308 o. áfr.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.