Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 40

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 40
38 réttari. í þessu kemur fram rík söguleg gagnrýni og frjálsmannleg djörfung, hugsunarháttur hinna íslenzku djákn-höfðingja. Höfundurinn væri engan veginn óheppilegur fulltrúi Oddaverja, eins og hann sómir sér vel í hópi fyrirrennara og kennara Snorra. Orkneyinga saga virðist bera vott um mikla stað- þekkingu í eyjunum. Ég veit ekki hvort þetta mál hefur verið rannsakað vandlega, en þegar sagan er lesin, er erfitt að verjast þeirri tilfinningu, að stað- þekkingin sé bæði víðtæk og nákvæm. Margir íslenzk- ir menn hafa farið til Orkneyja á 12. og 13. öld, og voru meðal þeirra þeir Oddaverjar, sem getið var um hér að framan; er þar sízt að gleyma sendimönnum þeim, sem farið hafa að ræða um kvonarmálin af hendi Sæmundar. En væntanlega getur bæði stað- þekkingin og sumar sagnir að nokkru leyti skýrzt með orkneyskum sögumanni eða sögumönnum. Ég gat hér á undan um dvöl Þorkels rostungs í Odda heilan vetur. Nú vill svo einkennilega til, að ef hann væri aðalsögumaður, skýrðust mörg einkenni sögunn- ar. Hann er í Odda fyrir dauða Haralds jarls. Hann er af gæðingakyni, sem sýnist hafa verið sjálfstætt gagnvart jarli, en þó frekar vinveitt honum. Afi Þor- kels, Kolbeinn hrúga, var fóstri Ólafs Sveinssonar Ás- leifarsonar,1) en Fríða Kolbeinsdóttir hrúgu var gift Andrési Sveinssyni,2) og getur þetta skýrt það, sem sag- an segir frá Sveini. Hins vegar var Þorkell af ætt Hákon- ar jarls Pálssonar, því að Sigríður, langamma Þorkels, var dóttir Herbjargar (eða -borgar), systur jarls.3) Auð- vitað kemur mér ekki til hugar að fullyrða, að Þorkell sé aðalsögumaðurinn, en mér virðist margt falla í ljúfa löð, ef svo væri, og ég sé ekkert, sem mæli á móti því. 1) Orkn. s., bls. 302. 2) Bls. 321. 3) Páll •— Herbjörg — Sigríður — Herborg — Kolbeinn karl — Þorkell; bls. 89.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.