Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 14

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 14
12 hafði þar skóla; þar nam Þorlákur helgi. Um Eyjólf segir sagan, að hann hafði bæði „höfðingskap mikinn ok lærdóm góðan, gæzku og vitsmuni gnægri en flestir aðrir“.r) Þessi klerklegi lærdómur í Odda hefur verið arfur eftir Sæmund, sem naut óvenjulegrar virðingar meðal samtíðarmanna sinna vegna lærdóms síns, og synir hans hafa fetað í fótspor hans. Og þegar Jón Loftsson á að svara erkibiskups erindi, ber hann fyrir sig þessa ættmenn sína og hina fyrri biskupa; þegar Sighvatur Hálfdánarson á að svara kröfum Árna bisk- ups kringum öld síðar, ber hann líka fyrir sig Sæmund fróða.1 2 3) En einnig innlend fræði hafa verið höfð þar í met- um. Sagnarit Sæmundar byggðist á innlendu efni, þó að á latínu hafi verið. í Sturlu sögu segir, að „Oddi Þor- gilsson var at fóstri í Odda með Sæmundi Sigfússyni, ok varð hann fróðr“.s) Það væri gaman að geta vitað dálítið um þessi innlendu fræði í Odda. f riti um Odda- verja hefur Halldór Hermannsson gert tilraun til að komast að því.4) f formála Sigurðar Nordals að Egils sögu er líka minnzt á þetta. í því sem hér fer á eftir, langar mig til að leggja nokkuð til þess máls, og mun ég taka nokkuð sérstakt efni til meðferðar: sagnaritun, sem beint eða óbeint snertir ætt þeirra og ættrækni. Það má taka fram, að hér dregur eitt ritið annað á eftir sér, en í þetta sinn verður ekki fjallað nema um fáein af þeim, sem til greina geta komið. Þegar Snorri greinir frá heimildum sínum í formála Heimskringlu, kemst hann m. a. svo að orði: „í bók þessa lét ek rita fornar frásagnir um höfðingja þá, er ríki hafa haft á Norðrlöndum ok á danska tungu hafa 1) Bisk. I 90. 2) Bisk. I 693. 3) Sturlu s., 1. kap., Sturl. I 54. 4) Halldór Hermannsson: Sæmund Sigfússon and the Odda- verjar, Islandica XXII.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.