Studia Islandica - 01.06.1937, Side 23
21
an verið stytt með ýmsu móti í ýmsum stöðum, þar sem
dýrkun Magnúsar fór fram. — Auk þessara heimilda
má enn nefna ýmis kvæði um Magnús, sem bersýnilega
styðjast við Vita Roðberts eða þann útdrátt úr henni,
sem lesinn hefur verið í kirkjum.1)
Við samanburð þessara heimilda kemur í Ijós, að
Leg. er þannig til orðin, að úr Vita Roðberts eru teknar
setningar hér og þar, stundum jafnvel heilir kaflar.
Framan til eru meira teknir kaflar óbreyttir, í síðara
helmingi virðist vera að ræða um nokkra endursamn-
ingu, og er þó oftast fylgt orðalaginu í Vita. En í M I
eru teknir upp langir kaflar úr Vita heilir og óstyttir;
þegar á líður, ber þó nokkuð á, að Vita og Orkneyinga-
sögu-textinn séu soðin saman. Hins vegar er, eins og
þegar var tekið fram, aðaltextinn úr Orkneyinga sögu,
og þegar svipað efni var í báðum heimildum, urðu þeir
þættir úr Vita að þoka.
MI talar hvað eftir annað um, að sögu (Vita) Magnús-
ar hafi diktað meistari Roðbert. Af kafla einum má ráða
með fullri vissu, að hann hefur verið í Orkneyjum, þeg-
ar hann skrifaði söguna (hvort sem hann hefur verið
orkneyskur eða ekki), og að Vita muni í fyrstu hafa
verið lesin upp á píslardegi hans, Magnússmessu fyrri.2)
1) Þau eru: 1) Responsorium og Versus, sem mynda eina
heild: Nová mundus resultet gloriá & c. (Icel. s. III 308 o. áfr.,
ennfr. 320—21); þetta er fyllst og hefur mestallt söguefni Leg.
(skammst. hér á eftir Resp.). —- 2) Antiphona: Magnus ex pro-
sapiá magná procreatus (Icel. s. III 307 o. áfr., 321—22; skammst.
Antiph.). — 3) Hymnus: Hymnis perdulcibus Magni præconia
(Icel. s. III 305—06; skammst. Hymn. I). — 1) Hymnus: Exul-
temus concrepantes (Icel. s. III 316—17; skammst. Hymn. II). •—
Þessi kvæði eru öll eftir hinum latnesku heimildum. Þá er: 5)
Sequentia úr ísl. hdr.: Comitis generosi (Icel. s. I 303—05, III
327—29) og 6) Magnúsdiktur Eyjajarls (A M 721, 4to; 710 k 4to),
og er erfiðara að segja, við hvaða rit þar er stuðzt.
2) Magnússmessa fyrri var 16. apríl, M. síðari, sem var upp-
tekningardagur hans, 13. dec.