Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 15

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 15
13 mælt, svá sem ek hefi heyrt fróða menn segja, svá ok nökkurar kynkvíslir þeira eptir því sem mér hefir kennt verit, sumt þat er finnsk í langfeðgatali því, er konungar hafa rakit kyn sitt eða aðrir stórættaðir menn, en sumt er ritit eptir fornum kvæðum eða sögu- ljóðum... .“.1) Sumt af því, sem hér er nefnt, á Ari fróði — en sumt hlýtur menntasetrið í Odda að eiga og þeir fróðu menn, sem Snorri hefur þekkt í æsku. Ég er meira að segja ekki viss um, að langfeðgatal eigi að- eins við ættartölu Ara, þó að það kunni að vera fyrst og fremst. Það getur líka átt við aðra gamla ættartölu, sem rekur kyn Oddaverja til Danakonunga. Jón Sig- urðsson hefur fyrstur bent á, að þetta sé gömul ættar- tala Oddaverja, og þykir honum vera mega, að hún sé frá Sæmundi runnin.2) Þessari ættartölu má skipta í þrjá parta: A) Ættar- tala frá Adam til Óðins, B) Skjöldungar, C) ættartala frá Haraldi hilditönn til Oddaverja. Hún er varðveitt á ýmsum stöðum, í lítilsháttar mismunandi gerðum: 1) Ættartala Hauks lögmanns;3) hér eru höfð víxl á Hræreki slöngvanbauga og hnöggvanbauga, eins og víðar; hér er og bætt við ættlegg frá Sölga Haralds- syni hilditannar til Helga magra. — 2) Ættartala Sturlunga;4) hér eru síðustu ættliðirnir raktir til Sturlunga. — 3) „Langfeðgatal“ 5) er að mestu sam- hljóða (1) og (2), nema hér er ættin rakin til Ragnars loðbrókar (ekki C). í stað þess að hinar telja: ... Ver- mundur vitri — Ólöf — Fróði friðsami, er í Langfeðga- 1) Hkr. I 3—4. 2) Sjá Dipl. Isl. I 501 o. áfr.; sbr. ennfremur Halldór Her- mannsson, fyrrgr. r. 41, Sig. Nordal, Egils s. lxv. 3) Hauksb., útg. Finns Jónssonar, bls. 504—05, Dipl. Isl. III 5 o. áfr. 4) Sjá t. d. Dipl. Isl. I 504 o. áfr. (ættartala Egils Sölmund- arsonar) og III 10 o. áfr. (Þorleifs haga). 5) Alfræði íslenzk, útg. Kr. Kálunds, III 58—59.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.