Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 13

Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 13
11 aS hádegi ættarinnar er nýliðið — ef til vill er þetta einmitt bezti tíminn til bókmennta og vísinda (ekki sízt þar sem svo vill til, að um sömu mundir hefst nýr blómatími í bókmenntum þjóðarinnar yfirleitt). Árið 1215 segja annálar, að Sæmundur Jónsson og Þorvaldur Gizurarson lögðu lag á varning austmanna; hefur eitthvað gengið á, fyrst þessa er getið. Ári síð- ar fór Páll Sæmundarson utan, „gerðu Björgynjar- menn at honum spott mikit ok sögðu, at hann myndi ætla at vera konungr eða jarl yfir Nóregi“. Hann hef- ur sjálfsagt ekki verið smálátur, en þeir þótzt eiga Oddaverjum grátt að gjalda. Við þetta gys þeirra réð Páll sig á byrðing til Þrándheims, en drukknaði á leið- inni. Þegar Sæmundur frétti þetta, kallaði hann Björg- ynjarmenn hafa valdið dauða hans og lagði stór fégjöld á Austmenn á Eyrum. Kom fyrir ekki, þó að Ormur og aðrir reyndu að sefa hann. Af þessum furðulegu til- tektum Sæmundar leiddi víg Orms. Nú fluttist Björn Þorvaldsson Gizurarsonar, tengdasonur Orms, á Breiða- bólstað og tók eftir hann bæði fé og goðorð (Dalverja- goðorð). Þetta líkaði öðrum Oddaverjum vitanlega þungt, og reis brátt fjandskapur milli Bjarnar og Lofts Pálssonar, sem lauk með vígi Bjarnar. Sýndi Sæmund- ur í því mikið giftuleysi, að hann gat ekki skakkað leikinn, en þó tók út yfir, þegar hann veitti ekki Lofti frænda sínum lið til sætta við Þorvald Gizurarson, svo að Haukdælir skáru og skópu í því máli. Þetta var á efstu dögum Sæmundar (d. 1222). Með því lýkur þeim þætti í sögu þeirra. III. Þegar taldir eru upp íslenzkir sagnaritarar, verður Sæmundur fróði fyrstur í röðinni. Með nokkurn veg- inn vissu má eigna honum rit um Noregskonunga, hvað sem öðru líður. Frá dögum Sæmundar virðist Oddi hafa verið hið mesta menntasetur. Eyjólfur, sonur hans,

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.