Studia Islandica - 01.06.1949, Side 22
20
En í lin- og nef-hljóðum hafa lengdarandstæður ver-
ið tíðar frá upphafi íslenzkunnar, og er þróun þeirra
býsna lærdómsrík fyrir hina andhverfu þróun and-
stæðnanna.
Bæði Z:ZZ og n:nn hafa ýkt andstæðuna — á svipað-
an hátt og p:pp — með því að framleiða munnkvætt
lokhljóð í byrjun langa hljóðsins: ZZ verður alltaf dl, og
nn verður dn á eftir sérhljóðum, sem löng voru að fornu
(þar með talin tvílhjóð, sem ávallt voru löng að fornu).
Dæmi sýna, að þessi skerping andstæðnanna er all-fom,
a. m. k. frá því á 14. öld (sjá Jóh. L. L. Jóhannesson,
Nokkrar sögulegar athuganir, bls. 78 og 82). Af því
mætti kannske ráða, að greiningin á p:pp (ph:hpp) sé
frá svipuðum tíma, ef hún er ekki eldri.*)
Hins vegar hlýtur ZZ í gælunöfnum (og fáeinum út-
lendum orðum) að vera yngra en breytingin ZZ > dl.
Mætti líklega komast nálægt aldri gælunafnanna með
því að skyggnast eftir því, hvenær þau koma fyrst fyr-
ir í bréfum eða bókum. Guðmundur Finnbogason
(„Gælunöfn“, Skírnir 1926) virðist helzt líta svo á, að
þetta sé bamamál, og má það vel vera. Gæti það þá
*) Hin forblásnu lokhljóð eru með einkennilegustu hljóðum i
islenzku, og er ekkert samsvarandi til í frændmálunum, ef litið
er á ríkismálin ein. En fyrir nokkrum árum benti C. J. S. Mar-
strander á það, að forblásnu lokhljóðin kæmu fyrir ekki aðeins í
sumum norskum mállýzkum, ásamt færeysku, heldur einnig í
keltneskum mállýzkum á Skotlandi og víðar. Dró hann af þessu
þá ályktun, að hér væri fornt samband á milli, enda er erfitt að
verjast þvi, að líta svo á.
Hitt gæti verið álitamál, hvort þetta sanni, að forblásturinn sé
frá þeim tíma, sem sambandið var raunverulegt, þ. e. frá land-
námsöldinni, eða hvort öll þessi mál hafi aðeins haft skilyrði til
að þróast á þennan hátt og að sú þróun hafi komið síðar. Það virð-
ist við fyrsta álit ólíklegra. En þess er að geta, sem Marstrander
gáði ekki, að í lappneskum mállýzkum í Noregi og víðar hafa
þessi sömu forblásnu lokhljóð myndazt undir svipuðum kringum-
stæðum. Er hér líka um beint samband að ræða, eða eru þess-
ar „svipuðu kringumstæður“ undirrót breytinganna í þrem al-
óskyldum málum?
Sjá Marstrander, „Occlusiver og substrater" í Norsk tidsskrift
for sprogvidenskab 1932, V, 258—314 og E. Lagercrantz, Struktur-
typen und Gestaltwechsel im Lappischen, Helsinki 1927.