Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 8
NETÖRYGGISFYRIRTÆKI VAKTA ÓÆSKILEGA HEGÐUN BARNA Afbrotafræðingurinn Guðrún Lund er búsett í Manchester þar sem hún starfar við netöryggisgæslu og eftirlit. Hún segir eftirlit með börnum og dæmdum afbrotamönnum gefa kost á að grípa inn í hættulegar aðstæður. G uðrún starfaði fyrst eftir útskrift sem ráð-gjafi hjá góðgerðar- samtökum í Manchester sem sérhæfa sig í að koma ungum konum úr gengjamenningu. Gengjamyndun á Englandi er mikil og flest gengin stunda skipulagða glæpastarfsemi og lokka til sín unga einstaklinga og úthluta þeim verkefnum í skiptum fyrir vernd, peninga og fíkniefni. „Samtökin unnu að því að koma konunum sem eru á aldrinum 15-19 ára út úr þessari menningu með því að efla þeirra innri styrk og sýna þeim að þær eru ekki einar í þessum aðstæðum. Það er ekki auðvelt að losa sig undan gengjamenningu þar sem gengin verða oft á tíðum eins og fjölskylda viðkomandi og konurnar hafa jafnvel lokað á fjölskyldu sína.“ Guðrún segir málið jafnvel flóknara þegar konurnar eigi börn og sumar kvennanna hafi aðeins leitað til þeirra einu sinni og líklega ekki treyst sér til að rjúfa tengslin en aðrar hafi náð að vinna sig mark- visst út úr aðstæðum. „Unnið var með að valdefla konurnar og sýna þeim hvaða tækifæri þær hefðu í námi og starfi og hjálpa þeim að endurheimta sjálfstæði sitt. Margar þeirra voru algerlega háðar genginu og jafnvel í skuld við það eftir fíkniefnanotkun eða annað. Þær sem fara aftur í gengið koma kannski aftur seinna og smám saman vinna sig í burtu frá því. Aðrar sem snúa aftur hafa vonandi lært leiðir til þess að tryggja öryggi sitt betur í erfiðum aðstæðum.“ Sía samskipti á netinu Eftir átta mánaða starf hjá samtökunum fór Guðrún að vinna hjá netöryggisfyrir- tæki sem sérhæfir sig meðal annars í að aðstoða skóla við að fylgjast með netumferð innan veggja skólans. „Reglurnar í f lestum grunnskólum hér eru á þá leið að börn skilja eftir síma sína í læstum skápum og mega ekki vera með þá inni í skóla- stofunni. Þar af leiðandi eru börn að nota tölvur og iPad-a sem eru í eign skólans og því skráðir inn á skólanetið sem við fylgjumst með. Það sem við sjáum þar er líklega bara brot af því sem þau eru að gera því frjálsræðið í eigin símum er mun meira.“ Símabannið er þó ekki bundið í lög heldur er á ábyrgð hvers skóla að setja sínar reglur og eru þær mis- jafnar. Til að mynda hafa símalausir föstudagar verið teknir upp í sumum skólum og metið í kjölfarið hvort taka eigi alfarið út símtækin. Guðrún segist halda að al- mennt viti börnin ekki af því að verið sé að fylgjast svo grannt með hegðun þeirra á netinu en foreldrunum sé greint frá því. Hefðu börn verið með eigin síma í skól- anum hefði það reynst mun erfiðara. Hún segir að eftirlitinu sé ætlað að skoða og sía óæskileg orð, orðasambönd, myndir og annað sem getur talist óæskilegt. „Verið er að reyna að koma í veg fyrir neikvæða félagslega hegðun á borð við einelti og áreiti. Við fylgjumst líka með hvort verið sé að ræða vímuefni, eða hvort börn lýsi vanlíðan eða ofbeldi. Sjálfsmorð er til dæmis orð með hæsta við- búnaðarstigi. Einnig er fylgst með hvort verið sé að skoða óæskilega síður og efni.“ Símar bannaðir Guðrún segir að einnig sé fylgst með hvort börn séu að ræða það að hittast og hvort um eðlileg samskipti sé að ræða milli barna eða mögu- lega verið að blekkja barn til þess að hitta ókunnugan ein- stakling. „Ef við teljum barn vera í hættu eða sýna óæskilega hegðun er skólanum greint frá því og hann grípur inn í.“ Hún segist ekki vita til þess að öryggisfyrirtæki á borð við það sem hún starfar hjá sé starfrækt á Íslandi en þörfin fyrir slíkt eftirlit mun að hennar sögn aðeins vaxa. „Það er hægara sagt en gert að grípa inn í þegar til dæmis eineltismál er farið af stað á samskiptamiðlum og það er verið að senda myndir á milli og efnið er komið í mikla dreifingu.“ Á Íslandi eru reglur um símanotkun í grunnskólum misjafnar milli skóla. Sumir kennarar eru með kassa sem þeir biðja nemendur að setja símana í þegar þeir koma í tíma en annars staðar er lítið eftirlit. Á vefsíðu umboðs- manns barna segir að skólinn megi setja reglur um síma- notkun sem nemendur eiga að fara eftir en ekki megi taka síma af barni með valdi, nema það sé nauðsynlegt til að vernda aðra. Vinna fyrir lögregluna Guðrún segir meginathyglina í störfum hennar vera á börn- in en það hefur líka komið fyr- ir að starfsfólk hefur verið að skoða efni sem er varhugavert og skólinn sé þá látinn vita. „Ég starfa í barnaverndar- deild en fyrirtækið sem ég starfa hjá er einnig með deild sem starfar fyrir lögregluna við eftirlit með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Þá er fylgst með þeirra virkni á netinu og lögreglan látin vita ef eitthvað er óeðlilegt sem viðkomandi er að gera.“ Guðrún ráðleggur foreldr- um að fylgjast vel með hegðun barna sinna á internetinu og þá sérstaklega orðanotkun. Það geta verið lítil merki sem vert er að fylgjast með. Líkt og samskipti við óþekkta aðila eða inni á lokuðum síðum til að tjá vanlíðan. „Ef barnið vill frekar ræða vandamálin á netinu en við foreldri getur verið mikil vanlíðan.“ Guðrún bendir á að sökum ástandsins séu minni sam- göngur milli fólks en Bret- land hefur farið mjög illa út úr COVID-faraldrinum og hefur útgöngubann þó nokkrum sinnum verið við lýði og skól- um lokað. „Á slíkum tímum leitar fólk meira í samskipti í gegnum netið og það þarf að fylgjast með þeim. Það skiptir miklu máli að sjálfsmyndin sé sterk og samskiptin góð.“ n Guðrún Lund er afbrota­ fræðingur og starfar í Man­ chester. MYND/AÐSEND Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Við fylgjumst með hvort verið sé að ræða vímuefni, eða hvort börn lýsi van- líðan eða ofbeldi. Sjálfsmorð er til- dæmis orð á hæsta viðbúnaðarstigi. 8 FRÉTTIR 5. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.