Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 13
Þú getur ekkert farið á nammi­ barinn í gúmmí­ stígvélum og nátt­ buxum ef þú ert forseti. FRÉTTIR 13DV 5. MARS 2021 Síminn er sími Sífellt áreiti í gegnum sam- félagsmiðla, síma og tölvu- póst kallar á gífurlegt álag og hafa hinar ýmsu þjóðir leitast við að breyta vinnulagi til að reyna að auka lífsgæði fólks. Í því samhengi samþykkti Frakkland ný verkalýðslög árið 2017 sem kveða á um að starfsfólk þurfi ekki að svara tölvupóstum utan vinnutíma. Fjöldi fyrirtækja þar í landi hefur einnig tekið upp á því að slökkva á póstþjóninum utan vinnutíma svo tölvupóstar safnast upp en sendast ekki nema á vinnutíma. Holland, Lúxemborg, Belgía, Spánn og jafnvel New York eru að skoða útfærslur á því sem kallað hefur verið „rétturinn til að aftengjast“. Aðspurð hvort til standi að skoða slíkt hérlendis svarar Katrín: „Nei, það hefur ekki verið rætt en við ættum kannski bara að gera það, ég sjálf er allavega þeirrar skoð- unar að það verði að draga einhver mörk og þetta fer illa með marga – og það sama á við um samfélagsmiðla.“ Katrín segir að samfara styttingu vinnuvikunnar þurfi að skoða þessi mál og hvers sé ætlast til af fólki. „Með sveigjanlegri vinnutíma er oft verið að biðja fólk um að vera sveigjanlegt í svörum og það þarf að ræða. Til hvers er ætlast af fólki? Það þarf að vera skýrt. Ég get unnið á öllum tímum dags og þó ég sé að senda tölvupósta á kvöldin ætlast ég ekki til þess að starfsfólkið hér til dæmis sé að svara mér á kvöldin. Mér finnst ágætt að geta sent en ætlast ekki til að mér sé svarað strax. Sjálf er ég ekki með sam- félagsmiðla eða tölvupóst í símanum. Ég tók þá ákvörðun að lesa tölvupóst í tölvu. Ef það er eitthvað sem má ekki bíða þá hringir fólk. Ég get alltaf kíkt í tölvuna ef það er eitthvað sérstakt.“ Kíkja í tölvuna til að lesa tölvupóst hljómar eins og þú ætlir að kveikja á túbusjón- varpi. „Já. En ég verð að hafa þetta svona, annars yrði ég alveg rugluð. Ég er líka með reglu um að síminn er ekki inni í svefnherbergi. Ég er að reyna að miðla þessu til sona minna og sá yngsti er 9 ára. Hann er með síma en ekki snjallsíma.“ Forsetaframboð og náttbuxur Hugrekkið sem einkennir Katrínu nær í allar áttir. Inn í fataskáp og inn á ríkisstjórn- arfundi. Hún er líka þekkt fyrir að taka oftast símann og er jafnvel skráð í símaskrána sem er óvenjulegt fyrir þjóð- arleiðtoga. Það er því ekki að undra, þegar Katrín var orðuð við forsetaembættið 2016, að hún hafi tekið símann þegar fjöl- miðlar hringdu á víxl. „Það hringir fullt af frá- bæru fólki sem ég ber mikla virðingu fyrir og segir mér að láta vaða. Svo hringir einhver fjölmiðill og ég segist ætla að leggjast undir feld,“ hún skell- ir upp úr. „Ég hefði ekki átt að segja þetta því fólk tók þessu af mikilli alvöru og taldi fram- boð handan við hornið, þegar staðreyndin var sú að ég var bara að hugsa málið. Stundum er það hins vegar þannig að maginn er rétta tólið og mag- inn í mér sagði mér að þetta væri ekki fyrir mig. Þú getur ekkert farið á nammi barinn í gúmmístígvélum og náttbux- um ef þú ert forseti. Þetta er myndin sem ég sá fyrir mér. Ég í Krambúðinni á náttbux- unum. Það var augljóst að ég gat ekki verið forseti. Ég sagði náttúrlega ekki við fjölmiðla að ástæðan væri sú að ég vildi geta farið á náttbuxunum út í búð.“ Er ekki hægt að henda í nammibar á Bessastöðum? Eða ertu alveg búin að af- skrifa þetta? „Aldrei að segja aldrei. Ég ætlaði aldrei að vera svona lengi á þingi heldur. Ég elska pólitík en ég elska bókmenntir líka og það er svo margt sem ég ætla að gera og ég fæ svo margar hugmyndir. Þegar ég hætti er svo margt í boði. Gallinn er að maður ákveður oft ekki sjálfur hvenær mað- ur hættir en það lærist visst æðruleysi í stjórnmálum. Ég veit heldur aldrei hvenær ég er búin á þingfundi. Maðurinn minn segir reyndar að það tengist ekki þessu starfi, ég sé alltaf of sein hvort sem ég er bókagagnrýnandi eða for- sætisráðherra. Ef ég sendi honum skilaboð og segist koma klukkan hálf sjö sendir hann á móti: „Nei, þú kemur ekki klukkan hálf sjö,““ segir forsætisráðherra Íslands og lítur á klukkuna. Hún á að vera mætt á fund eftir 13 mínútur. n Forsætisráð- herra Íslands hefur ein- lægan áhuga á fólki og fer ekki á sjálfsaf- greiðlsukassa. MYND/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.