Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 19
Hvers vegna kemur þessi umræða alltaf upp aftur og aftur? Hvernig skilgreinir maður snyrtilegan klæðnað? Hvernig er þetta erlendis? Ef kjósendur kjósa þingmenn sína á þing, eru þeir ekki að kjósa þá með öllu sem því fylgir, þar með talið þeirra per- sónulega stíl? Hvers vegna þurfa karlmenn að vera í jakka en konur mega sleppa því? Eru gallabuxur snyrtilegur klæðnaður? En jogginggallar frá frægum hönnuðum? Ættu þingmenn að mega klæðast hrekkjavökubúningum og öskudags- búningum? En að hafa bara ákveðinn klæðnað sem allir klæðast eins og íslenska þjóð- búninginn eða lögmannaskikkjur? Getur klæðaburður ekki látið þingmenn virka eins og yfirstétt? EYJAN 19DV 5. MARS 2021 SPURNINGARNAR BJÖRN LEVÍ GUNNARSSON „Ég hef ekki hugmynd. Þorsteinn hefur líklega einhverja skoðun á því en ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta er svona mikilvægt. Fólk bara klæðir sig snyrtilega og eftir því sem það sjálft telur snyrtilegt. Ég veit ekki hver annar ætti að dæma um það. Ættum við að hafa svona fataskynjarapípara – svipað og vopnaleit, sem pípir og segir: Hey, þú ert í ljótum fötum, út með þig? Svo finnst mér ekki rétt að það sé forseti sem rekur fólk fram og til baka úr þingsal eftir smekk. Ég kem til með að setjast þarna við og við sem varaforseti. Á ég þá að fara að reka jakkafataklædda fólkið úr pontu af því að mér finnst það ekki snyrtilegur klæðnaður?“ Reglan hefur verið snyrtilegur klæðnaður og eins og sagt er í handbókinni Háttvirtur þingmaður: Karlmenn í jakka og engar sérstakar reglur fyrir kon- ur nema bara snyrtilegur klæðnaður. Ég rek augun í þetta „hefur verið“. Það þýðir ekki að reglan sé heldur að hún hafi verið í fortíðinni. Hver fyrir sig metur svo hvað þeim finnst snyrtilegur klæðnaður. Það er ekki spari- klæðnaður eða fínt púss. Maður er í vinnu þar sem maður þarf að geta verið aðeins hlýlegri, en ekki stífklæddur í þröngum jakkafötum eins og eru í tísku núna – svona aðþrengd jakkaföt. Ég væri eins og spýtukarl í slíku. Ég kem ekki nálægt svoleiðis. Ég verð að geta sest niður.“ „Í aðalatriðum eru reglurnar alveg eins nema þá kannski helst í Noregi. Þar eru fleiri atriði tiltekin eins og ekkert trúðsnef, ekki of mikið af skartgripum fyrir konur og ekki of farðaðar, en ekkert mikið annað. Þegar þessum reglum eða viðmiðum hefur verið beitt þar hefur það helst verið þegar þingmenn hafa verið í fatnaði með áletrun sem telst til áróðurs. Ég skil alveg slík viðmið, en skil líka að stundum er áróðurinn þess virði að brjóta gegn þessum viðmiðum því stundum eru atvikin það alvarleg að það þarf að koma því á framfæri á eins háværan hátt og maður getur.“ „Að sjálfsögðu. Við erum hér til að sinna sannfæringu okkar og hluti af þeirri sannfæringu birtist í fatnaðinum. Ef fötin skapa manninn þá er ekkert nema heiðarlegt að maður klæði sig eins og maður sjálfur er. Á maður að klæða sig upp í einhverjar aðrar umbúðir og þykjast vera annar en maður er? Ég er allavega ekki af þeim skólanum.“ „Ekki hugmynd heldur. Mér finnst það mjög undarlegt. Ég sá þingmann renna fyrir skjá nýlega sem var í mjög fínni lopapeysu. Ég væri alveg til í að vera í lopapeysu. Ég myndi sennilega aldrei gera það því mér verður svo heitt, en ég væri til í að mega það. Spurning hvort ég mætti mæta í kjól. Er það klæðnaðurinn eða kynið sem skiptir máli? Það væri áhugavert að skoða og rótar í hausnum á mér af og til.“ „Getur verið það, já.“ „Já, ég sé ekkert að því, ef fólkið sem klæðist honum finnst hann snyrti- legur. Jón Þór mætti í leðurjakka og það var merkjavara og hann komst upp með það því það var eitthvert merki. Það er smá merkjasnobb svo kannski kæmist maður heldur upp með merkjavöru en annað.“ „Það flaug í gegnum hausinn á mér á öskudaginn hvort maður gæti mætt með grímu. Þessi formlegi klæðnaður er ein af þessum hefðum sem maður veltir fyrir sér hvers vegna eru. Ef þetta er til að sýna þinginu virðingu – hverjum erum við að sýna virðingu? – Sjálfum okkur, þinginu eða öðrum á þinginu? Hvernig sinnir maður sínu hlutverki ef maður þarf að vera annar en maður sjálfur? Ég get alveg skilið að einhver móðgist ef ég mæti ekki girtur í ræðustól Alþingis en mér finnst það ekki vera mitt vandamál.“ „Ég væri í alvörunni meira til í það heldur en einhverjar óljósar geðþótta- reglur. Um leið og þú ert kominn með óljósar geðþóttareglur er hægt að beita þeim eftir hentugleika gagnvart sumum umfram aðra. Það er eitthvað sem við þurfum að forðast.“ „Jú, tvímælalaust. Þorsteinn sakaði mig um að snobba niður fyrir mig og mér fannst það rosalega merkilegt, sérstaklega þegar kvartað er undan því að ég sé ekki að klæða mig sérstaklega upp fyrir starfið. Ég skil hann og virði hans skoðun að vilja klæða sig upp fyrir starfið. En er hann þá ekki að snobba upp fyrir sig? Ég er venjulega ekki í skyrtu og jakka en mér finnst það viðeigandi fyrir þennan vettvang að vera snyrtilegur í klæðnaði. Ég myndi alveg vilja hafa meira úrval en jakka. En ég virði þetta eins og er og sinni því á þennan hátt í staðinn.“ Björn Leví segir hvern og einn geta ákveðið hvað er snyrtilegt. MYND/ALÞINGI Fólk bara klæðir sig eftir því sem það sjálft telur snyrtilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.