Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 34
Stjörnurnar og heimsmetin Sumar stjörnur eru svo magnaðar að það er met. Þar að auki hafa margar þeirra slegið met og unnið sér inn stað í Heimsmetabók Guinness, þó svo að metin hafi sum síðar verið slegin af öðrum. MYNDIR/GETTY DWAYNE JOHNSON Harðnaglinn og hasarleikarinn Dwayne Johnson sló heimsmet í janúar 2017 þegar hann tók þátt í að gera rúmlega 250 kílóa sjö laga ídýfu. Því miður var þetta met svo slegið út í janúar 2020 þegar rúm- lega 500 kílóa ídýfa leit dagsins ljós. Dwayne sló einnig met í sjálfsmyndum þegar hann tók 105 sjálfsmyndir á aðeins þremur mínútum. SNOOP DOGG Snoop Dogg á heimsmetið í því að blanda stærsta Paradísar-kokteilinn. Kokteilinn bland- aði hann árið 2018 og innihélt hann 315 lítra af gini, 156 lítra af líkjör og 106 lítra af appelsínu- safa. Í einu vinsælasta lagi sínu rappar Snoop um gin og djús og nú státar hann af því að eiga stærstu blönduna sem gerð hefur verið í heiminum. JUSTIN BIEBER Justin Bieber á heimsmet í flestum áhorfum á YouTube og líka fyrir að vera yngsti söngvarinn til að ná að koma fimm plötum í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans. Bieber átti líka öllu leiðinlegra heimsmet, en hann átti metið í hataðasta myndbandinu á Inter- netinu, fyrir lagið Baby. En það met hefur nú verið slegið af mynd- bandinu YouTube Rewind 2018. PHARRELL WILLIAMS Tónlistarmyndband Pharr ells William við vinsæla lagið Happy sló heimsmet, en í fullri lengd er það 24 klukkustundir. Þetta met var svo slegið aftur árið 2020 af hljómsveitinni 21 Pilots sem gerði tónlistarmyndband sem var 177 dagar, 16 klukkustundir, tíu mín- útur og 25 sekúndur að lengd. BEYONCÉ Beyoncé á heimsmet í því að vera tilnefnd til Grammy- verðlaunanna en hún hefur verið tilnefnd 79 sinnum, engin önnur söngkona hefur náð þeim árangri. Hún sló einnig met árið 2012 þegar hún var fyrsta söngkonan til að hljóta sex Grammy-verðlaun á sömu hátíðinni en því meti deilir hún í dag með söngkonunni bresku Adele. ARIANA GRANDE Söngkonan vinsæla Ariana Grande hefur slegið tuttugu heimsmet. Árið 2019 sló hún metið sem konan með flesta fylgjendur á Instagram, en hún er með yfir 220 milljónir fylgjenda. Hún á líka metið fyrir lagið sem oftast hefur verið streymt á einni viku og lagið sem hefur oftast verið streymt á tónlistarveitunni Spotify á einu ári. BETTY WHITE Hin viðkunnanlega leikkona Betty White er elskuð af öllum og það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Betty er skráð í heimsmetabókina fyrir að vera leik- konan með lengsta ferilinn í sjónvarpi, en ferill hennar hófst árið 1939 sem þýðir að Betty White hefur leikið í yfir 80 ár! JACKIE CHAN Leikarinn, framleiðandinn og áhættuleikarinn Jackie Chan á heimsmet í því að framkvæma flest áhættuatriði allra núlifandi leikara. Þetta met sló hann árið 2012 og hefur haldið því síðan. 34 FÓKUS 5. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.