Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 18
18 EYJAN SNOBBA UPP OG NIÐUR Á ALÞINGI 5. MARS 2021 DV Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, eru sammála um að það þurfi að setja reglur um viðeig- andi klæðnað þingmanna. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvað eigi að felast í slíkum reglum. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON „Fyrir mig persónulega þá kemur hún upp núna vegna þess að það verður, allavega að mínu mati, breyting til hins verra og þá vaknar hún aftur. Það þarf greinilega að setja skýrari reglur um klæðaburð á Alþingi.“ „Í handbók fyrir þingmenn er talað um formlegan klæðnað og að mínu mati þýðir það jakkaföt eða stakur jakki og buxur sem eru ekki úr khaki eða líku. Síðan er það frjálslegra fyrir konur – en ekki gallabuxur.“ „Þær eru mismunandi eftir löndum. Svipaðar og hjá okkur í Danmörku en í Noregi til dæmis eru þær nákvæmari. Norðmenn segja til dæmis að þú eigir ekki að vera með áberandi barmmerki eða í bol sem er merktur einhverjum málstað. Þingkona í stuttermabol með merki Evrópusambandsins, líkt og gerðist hér á Alþingi fyrir nokkru – þetta hefði verið bannað þar.“ „Örugglega og hér í eina tíð þá talaði maður um að menn væru að snobba niður fyrir sig og mjög margir voru að því. Og ég efast ekki um að mörgum kjósendum þeirra sem vilja hvað mest frelsi í þessu finnst örugglega svaka- lega „kúl“ að menn séu að naga þessa rót eins og aðrar rætur. Mér finnst bara að stofnunin eigi það skilið að menn gangi virðulega um. Svo er þetta líka spurning um sjálfsvirðingu. Sá sem ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér getur ekki borið virðingu fyrir einhverjum öðrum.“ „Ég held að menn hafi horft til þess að konur eru oft í peysu eða blússu. Norðmennirnir segja dragt ef ég man rétt. Svo er eitt að til dæmis í stofnun á borð við utanríkisráðuneytið er það sem kallast á ensku „dresscode“ og þar eru menn í jakkafötum og konur í drögtum. Ég set ekki rána hærra en það að við séum með aðeins stífari reglur heldur en Costco. Þú ferð ekki þangað inn á sokkaleistunum og ekki nema að vera í jakka og mér finnst að Alþingi eigi ekki að vera með minni kröfur.“ „Nei, mér finnst það ekki. Án þess að ég sé á kafi í tískustraumum þá veit ég að frægir hönnuðir gera gallabuxur en þær gallabuxur sem ég hef verið að agnúast út í hafa verið mjög snjáðar og nánast slitnar. Þetta er svona svipaður fatnaður og ég fer í þegar ég fer út með ruslið .“ „Ég segi það sama. Nei, ég myndi ekki fallast á það. Ég segi aftur bara formfastur klæðnaður – snyrtilegur, það er það sem við þurfum að tala um. Þetta er elsta stofnun á Íslandi, hún er frá 930 og í núverandi mynd frá 1845 og ég veit að við erum ekki lengur með púðraðar hárkollur og svoleiðis enda er enginn að tala um það. Nú er bindisskyldan farin svo bindislaus skyrta er viðurkennd svo það er búið að slaka á þessu en um leið og það er slakað aðeins þá bara því miður opnast gáttirnar.“ „Ég sé það nú ekki fyrir mér. Starfsfólkið okkar ágæta á Alþingi hefur klætt sig aðeins upp á öskudaginn, mjög settlega. Við erum þarna með starfs- fólk að störfum sem allt er mjög formlega og virðulega klætt. Í svörtum drögtum eða kjólum, þingverðir í svörtum einkennisbúningi og þeir eru með hálsbindi sem er merkt Alþingi. Svo ytri umgjörðin hún er svona. Ég hugsa að við gætum sýnt stofnunni sömu virðingu þó við séum með ein- staklingsbundnar venjur.“ „Mér finnst það nú kannski svolítið vel í lagt. En svo er líka eitt sem ýtti mér af stað núna og það er það að maður skuli vera í gallabuxum með skyrtuna upp úr í forsetastól Alþingis. Forseti Alþingis, og nú er ég ekki að tala um að mér finnist það svo merkilegt því ég er varaforseti, en forseti Alþingis er næstæðsti embættismaður þessarar þjóðar á eftir forsetanum. Ef þú sérð skrúðgöngu þá kemur forseti Íslands fyrst og svo forseti Alþingis, í þessari röð. Og þegar við varamennirnir erum í forsetastól þá erum við forseti Al- þingis. Þá segi ég aftur – eigum við ekki að sýna stofnunni þá virðingu? Þetta snýst ekki um persónur. Þetta snýst um stofnunina.“ „Ég sé það ekki vera svo þó við séum sæmilega til hafðir. Þingmenn fara líka út með ruslið. Mér finnst ekki eins og við séum að setja okkur á háan hest gagnvart einum né neinum.“ Þorsteinn saknar bindisskyldunnar. MYND/ALÞINGI Þetta snýst ekki um persónur. Þetta snýst um stofnunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.