Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 11
að sjá en svo sé. Hún brosir. Það segir sig sjálft að starf hennar er óhefðbundið og álagið mikið. Kulnun er hug- tak sem sífellt oftar er rætt um og eftir að Íslendingar hættu að vinna sig líkamlega í þrot í sveitum landsins tók hið andlega þrot við. Fjöldi einstaklinga í ábyrgðarstöð- um forðast umræðuefnið og hugmyndin um að eitthvað sé „of mikið“ er sett til hliðar. Íslendingar vilja vera afreks- fólk og því er kappkostað að hlaða á sig verkefnum. For- sætisráðherra segist þekkja tilfinninguna. Hlátur gegn vonleysi „Mér hefur fundist ég vera við það að drukkna, upplifa ekki margir það? Að það þyrmi yfir mann og maður sjái ekki fram úr verkefnunum. Ég hef gengið í gegnum svoleiðis skeið. Maður lærir af reynsl- unni og ég hef fundið að fyrir mig skiptir miklu máli að vera úti undir berum himni. Mér finnst ekki gaman að vera inni í leikfimi – ég bara tengi ekki við það. Ég verð bara stressuð strax í hliðinu. Allir virðast vita hvað þeir eru að gera en ég er bara föst í hliðinu eða get ekki opnað tæknistýrðan skáp,“ segir Katrín og hlær. Útihlaup og ganga gera henni gott að eigin sögn og þar hreinsar hún hugann og fær hugmyndir. „Hreint loft og birta. Ég finn núna þegar dagurinn er að lengjast að orkan mín eykst með birtunni. Svo er annað sem mér finnst virka vel þegar ég finn fyrir vonleysi. Það er að hlæja. Það er sálfræðimeðferðin sem er boðið upp á heima hjá mér. Þá horfum við á asnalegt grín eins og Naked Gun. Þar sem fólk er að detta í tjörn og svona, ég er með mjög „banal“ húmor. Það kenndi mér eldri kona að það má ekki missa húmorinn. Alveg sama hvað verkefnin og lífið geta verið krefjandi.“ Katrín hefur oft talað um það að hún hafi ítrekað verið skömmuð fyrir að brosa og hlæja of mikið með þeim varn- aðarorðum að það muni enginn taka mark á henni ef hún hlæi svona mikið. „Mér hefur líka verið sagt að það sé ekki við hæfi að hlæja þegar það eru Katrín Jakobs­ dóttir er lík lega eini þjóðarleið­ toginn í heimi sem deilir þvottahúsi með nágrönn­ um sínum. MYND/ANTON BRINK DV 5. MARS 2021 alltaf einhver óleyst vandmál úti í heimi. Það er rétt en það er hægt að taka vandamálin alvarlega þó að maður hafi húmor fyrir lífinu.“ Eiginmaðurinn stíliserar Katrín segist hafa ákveðið að ef hún ætlaði að halda áfram í stjórnmálum yrði hún að fá að vera hún sjálf. Með hlátr- inum og öllu sem henni fylgir. Að því sögðu þá hefur hún þó í gegnum tíðina þegið ráð varð- andi fataval frá eiginmanni sínum. „Ég játa að maðurinn minn hefur haft mikil áhrif á klæðaburð minn. Hann segir að ég hafi verið eins og trúður í stórum buxum og miklum litum og Converse-skóm. Hann er minn stílisti,“ segir Katrín og hlær, en hún hefur oftar en einu sinni ratað á lista yfir best klæddu konur lands- ins svo samstarf þeirra hjóna gengur vel. Katrín segist vera veik fyrir góðum afslætti og gera helst mistök í innkaupum á útsölum. „Ég held að verstu kaupin séu líklega litskrúðugt strokk-pils sem ég keypti á 70% afslætti í fínni búð í bænum. Þegar ég kem heim spyr Gunnar: „Hvað er þetta?“ og horfir á mig eins og ég sé að koma með fram- andi lífveru inn á heimilið. Ég sagði honum hvað þetta væri ljómandi fínt og dásam- legt. Ég ætlaði ekki að gefa þetta eftir og klæddi mig í pilsið daginn eftir og mætti á einhvern viðburð. Svo sé ég mynd af mér í blaðinu og þetta var alveg hræðilegt. Þetta fór mér eins illa og hugsast gat. Ég er alltaf eitthvað að reyna að vera sniðug en þarna var ég eins og litskrúðugur sí- valningur. Ég á það líka til að kaupa fatnað sem er ætlaður mjög hávöxnum konum.“ Af gleðinni í andliti hennar að dæma virðast þessi stöku innkaup hennar hafa mikið skemmtanagildi fyrir fjöl- skylduna áður en þau enda svo í Rauða krossinum eða í fata- skiptiklúbbnum sem hún er í. Kleinur í dós Drengir Gunnars og Katrínar eru 15, 13 og 9 ára. Það þýðir þrjú barnaafmæli á ári og samkvæmt samfélagsmiðlum þarf helst að ákveða þema tveimur mánuðum fyrir af- mælið svo hægt sé að panta skraut frá AliExpress og tryggja að allt sé sem „mynd- arlegast“. Hvernig skyldi for- sætisráðherra tækla slíka til- búna streitu? „Er fólk að gera það? Ég er alin upp af móður sem var sko ekki að stressa sig á þessum hlutum. Ef maður átti að mæta með heimabakstur á bekkjarkvöld þá skellti hún Ömmubaksturskleinum í Mackintosh-dós. Mér finnst mikilvægt að ala mín börn upp í því að vera ekki með of miklar væntingar. Það er ekki allt frábært. Afmælin sem ég held eru stundum bara Dom- ino’s og Svali. Ég hef reynt að baka einhverja rosalega köku sem átti að vera geimskip en varð geimskip sem hafði lent í árekstri. Þeim fannst það bara fínt. Börn eru ekki að gera svona miklar kröfur, það erum við sem erum að gera þessar kröfur.“ Synir Katrínar eru vanir starfsumhverfi móður sinnar og eru þeir eldri jafnvel farnir að fylgja stjórnmálamönnum á samfélagsmiðlum. „Þeir eru mjög vanir þessu stjórn- málavafstri og vita mikið um stjórnmál. Ég veit ekki hvern- ig ég yrði ef ég kæmi heim og ætti alveg að kúpla mig út og mætti ekkert ræða stjórnmál. Ég tek svolítið vinnuna heim en það er meira þannig að ég segi þeim frá hvað var rætt í þinginu eins og þeir segja mér frá sínum degi. Maðurinn minn hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og mér finnst að það eigi að tala við börn eins og fullorðið fólk. Það og ekki ala þau upp í of miklum vænt- ingum. Og auðvitað að ala upp sjálfstæða einstaklinga.“ Merkel og rýmisgreindin Katrín hefur ósjaldan gert grín að sjálfri sér fyrir tak- markaða rýmisgreind og að vera ómannglögg og er óspör á hrakfallasögur til að létta lund samferðamanna sinna. Það er eiginmaðurinn sem oft verður vitni að slíkum gjörningum – og tilfallandi þjóðarleiðtogar. „Öll rifrildi okkar hjóna virðast hefjast í verslunum.“ Þar mætast þessir tveir hlutir, rými og ómannglöggvi af fullum krafti. „Það byrjar yfirleitt þann- ig að mér er bent á að það sé einhver búinn að reyna að komast fram hjá okkur í græn- metiskælinum í þrígang. Svo þekki ég ekki þann sem heils- ar mér þó hann vinni með mér og þetta endar svo á kassanum þar sem Gunnar vill fara á sjálfsafgreiðslukassa en ég vil hitta manneskju og ég vel alltaf kassann þar sem röðin stoppar. Ég held að það sé alger pína að vera með mér í opinberu rými. Það sást þegar ég heimsótti Angelu Merkel og ég fékk einföld fyrirmæli um hvar ég ætti að standa og ganga, en samt varð hún að vippa mér yfir sig því ég stóð röngum megin þegar við stoppuðum fyrir framan mjög hátíðlegan þýskan heiðurs- vörð.“ Málamiðlanir Katrín hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa of mikið eftir í samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn á kostnað stefnumála Vinstri grænna. „Það sem ég er stundum skömmuð fyrir af stuðningsmönnum mínum er að ég sé ekki mikið að leysa málin í fjölmiðlum heldur við ríkisstjórnarborðið. Ég segi að þetta sé karma, ef við hugsum til lengri tíma þá leysum við málin með sam- tölum og málamiðlunum en þá er maður gjarnan gagnrýndur af því að fólk sér ekki hvernig málamiðlanirnar verða til. Mitt fólk í flokknum er opin- skátt í gagnrýni sinni á mig ef því finnst ég gefa of mikið eftir, en þá finnst mér gott að setjast niður og hugsa: „Hvað erum við að fá út úr þessu? Hvað skiptir máli fyrir Ís- land?“ Það er ekki hægt að vera á sjálfstýringu, maður verður að geta svarað sjálfum sér því að þetta sé þess virði.“ Hefur þú áhyggjur af VG? Að stóru baráttumálin séu að verða almenn baráttu- mál og það sé að kvarnast úr flokknum? „Við auðvitað erum búin að missa tvo þingmenn en um leið hafa aldrei verið fleiri fé- lagar í flokknum. Mér finnst við á góðum stað. Og með bar- áttumálin, þá er það enginn stjórnmálaflokkur sem á eitt- hvert mál. Það er auðvitað frá- bært að aðrir flokkar séu að tala um umhverfismál og að fólk sé að tala um jafnréttis- mál. Stjórnmálaflokkur er ekki til fyrir sjálfan sig. Hann er til fyrir málin og gildin annars vegar og hins vegar fyrir fólkið sem vill taka þátt og ég hef ekki áhyggjur af því. Það er mikill áhugi á að taka þátt og það er frábært fyrir málin að fleiri séu að verða grænir og fleiri séu að verða femínistar.“ Persónukjör og gott fólk Hvað með persónukjör? Það kemur reglulega upp sú hug- mynd að koma á persónukjöri og þá oft í samhengi við þitt nafn og þitt persónufylgi? „Ég er svo mikill sósíalisti að ég segi að fólk eigi að kjósa gildi og hugmyndir en ekki einstaklinga svo þetta verði ekki bara vinsældakosning. Það er mín afstaða en það er ekkert óeðlilegt við að fólk geti kosið fólk og flokk eins og hefur verið rætt. Sá vilji hefur ítrekað komið fram og þó að ég sé svona gamaldags Mér hefur fundist ég vera við það að drukkna, upplifa ekki margir það? FRÉTTIR 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.